Skírnir - 01.01.1885, Page 84
86
ÍTALÍA.
gert eptir samkomulagi við Englendinga, hvort sem þvi hefir
fylgt nánari sambandsgerð eða ekki. það er sagt, að þeir hafi
boðið Englendingnm fulltingi sitt og samvinnu þess liðs (4—5
þús. manna) í Súdanslöndunum, er þeir höfðu sent til bæjanna,
sem nú voru nefndir, og að hinir hefðu þakkað boðið, en þótzt
eigi mega þiggja, þar sem þeir ættu hjer sæmdahlut Englands
að rjetta (hefna Gordons). Hinsvegar er hægt að sjá, að Italir
gera i raun og veru hjer það eina, sem kemur Englendingum
að haldi og fulltingi móti Súdansmönnum og sveitum Mahdis-
ins, því það er honum mjög i mun að ná undir sig ströndum
þar eystra og hafnabæjum og til þess var Osman Digma settur.
Ráðherrar ítaliukonungs tala heldur borginmannlega um ráð
sitt, vakið og atvikað sem það varð við rán og morð framið á
itölskum ferðamanni (landkannara og náttúrufræðingi Bianchi
að nafni) á þeim slóðum. Mancini komst svo að orði í vetur
á þinginti, þegar hann gerði grein fyrir leiðangrinum til Rauða-
hafs, að Italir mættu ekki halda kyrru fyrir, þar sem aðrar
Evrópuþjóðir væru á flugstig komnar eptir nýlendum og land-
námi i öðrum álfum. þeir ættu sama rjett og þær, rjett þjóð-
menningarinnar gagnvart siðleysinu. það var auðskilið af
orðum hans, að stjórninni þykir hjer frumstöð fengin til land-
vinninga í Afriku. Hann nefndi ekki Trípólis á nafn eða Mið-
jarðarhaf, en talaði um samningagerð við Abessiníukonung, um
sveit manna, sem skyldi halda suður til miðjarðarlinu og þaðan
vestur til Kongólanda. Auðvitað, að erindið skyldi vera, að
kjósa stöðvar til landnáms og byggða Mancini minntist enn
sem fyr á sambandið og einkamálin við Austurriki og þýzka-
land, og kvað hjer allt óhaggað standa, en um leið ljet hann
ekkert á huldu mælt, þar sem hann talaði um málamiðlun.
Itala á Lundúnafundinum (um fjárhagsmál Egipta) með Eng-
lendingum og stórveldunum á meginlandinu, og það atfylgi og
vináttu sem svo hefði dregið til með Englandi og Italíu. I
stuttu máli: Af ræðu ráðherrans og tiltektum Itala við Rauða-
haf má ráða, að Italir hafa gengið í nýtt bandalag, og þá
slikt, sem þeir og Englendingar vita önnur og betri deili á enn
aðrir út í frá.