Skírnir - 01.01.1885, Síða 85
ÍTALÍA.
87
»|>ess er getið sem gert er« sögðu forfeður vorir, og þar
sem vjer að framan minntumst á allt ofboðið í Napólí á kólera-
tímanum, skal þess hjer getið, að Umbertó konungur fór þang-
að þegar pestin geysaði mest, og kom sem líknarengill í orði
og verki. Hann leit eptir öllum tilskipunum, útbýtti stóríje
hjálparlausu fólki, og gekk sjálfur á spítalana hvern dag til að
hugga og hughreysta sjúklingana. það tjáði litt að biðja hann
að varast pestina, því hann svaraði þegar, að sjer mundi þó
sízt sæma að hugsa um eigið líf, þar sem svo margir væri í
hættu — eða öðru þvíumlíku. Nærri má geta, að vinsæld þessa
drenglynda konungs, yrði ekki minni eptir ferð hans til Napólí.
þrátt fyrir allar tilraunir af hálfu Italíulconungs og stjórnar
hans, hefir ekki dregið til samkomulags með páfavaldinu og
konungsríkinu. Páfinn talar enn af sama anda og þeli og
fyrirrennarar hans hafa talað, krefst hlýðni við boð hins æzta
valds í heimi, við kröfur postullegs valds og rjettar. Konungs-
ríkið hefir gerzt að valdi myrkranna, rekur erindi þessa heims,
vill þrífa veldisprotann þeim úr hendi, sem ber hann í umboði
Krists á jarðríki. Vita menn ekki lengur, að páfavaldið er sólin,
konungar og höfðingjar reikistjörnurnar? Hvílík tákn tímanna!
Stjörnurnar i stríði við sólina! Uppreisn hafin einmitt á þeim
tímum, er heilagur andi ljet kristnina verða þess sannleiksljóss
(kenningarinnar nýju 1870) aðnjótandi, að orð og boð Róma-
biskups væru birtings heilags sannleika, ókviðjanda mál frá
æðra veldi! það tjáir elcki, að Italíukonungur býður sættir og
sæmilega kosti, utan þvi sje öllu aptur skilað, sem ríldð hefir
undii sig ráðið. Engu er tekið, og það árgjald (3lU millíón
franka) ekki þegið, sem til boða hefir staðið síðan 9. maí 1871.
»Bandinginn i Vatikaninu :< situr við sinn lceip, Fyrst hlýðni
— síðan vill hann líta á fórnirnar. En þverúðin harðnar að
eins, og stjórn konungs hefir heimilað sjer ráð á gózum kirkna
og klaustra, og dregið það fje inn í ríkissjóð til leiguburðar,
um leið og lögin hafa skipað svo fyrir, að þær stiptanir mættu
ekki eignast fasteignir eða ráða þeim framvegis. Munkum og
nunnum, sem í klaustrum voru, svarar ríkið fje til uppeldis
(ákveðnum eptirlaunum). Páfanum gramdist, er sömu aðferð