Skírnir - 01.01.1885, Page 86
88
ÍTALIA.
var beitt árið sem leið við þann mikla og auðuga skóla í
Rómaborg, sem heitir »Collegium de fide propaganda« — þ. e.
trúarboðsskólinn. Hingað sækja menn til náms frá öllum álfum
og Iöndum, hjer eru menn af ílestum tungum saman komnir
að nema þau fræði og öðlast þá kunnáttu, sem til þeirrar köll-
unar heyrir. Bóka og handritasafn þeirrar stiptunar — auk
annara safna frá öllum löndum — er hið markverðasta og
frægt um allan heim. Prentverk hennar ekki síður og íjölletran
þess. 1870 — kirkjuþingsárið — var faðirvor prentað hjer á
250 tungum. Skólinn eða stiptunin er frá 1622, og fasteignir
hans metnar á 10 millíónir fr'anka. Páfinn og hans ráðaneyti
mótmælti gjörræði stjórnarinnar, og hjelt fast fram, að eignir
skólans væru öðruvísi undir komnar enn aðrar kirkju eða
klaustraeignir, mest fyrir gjafir og framlög frá öðrum löndum
og þjóðum, iskólinn væri ekki ítölsk þjóðeign, en mikla fremur
einskonar alþjóðaeign. Málinu var skotið til dóms og það
dæmt ríkinu i vil. Fasteignir skólans tók stjórnin undir ráð
ríkisins, þær voru síðan seldar, en andvirðið afhent stiptuninni
í skuldabrjefum til leignaheimtu úr ríkissjóði. Hitt kom fyrir
ekki, að Jacobini forseti kardínálaráðsins skoraði á útlend ríki
til fulltingis og málarjettingar, og má svo nærri geta, að nú
mundi ekki nær um sættir með þeim páfa og konungi.
Mannslát. 14. marz dó Quintino Sella, einn af
ágætisskörungum ítala á þessari öld, 57 ára að aldri. Hann
stóð lengi fyrir fjárhagsmálum ríkisins, og kölluðu allir, sem
mátti, að hann hefði mestu þraut af höndum innt, en hafði
komið fjárhag Ítalíu í svo gott horf og reglu, sem honum vannst
til lykta. Hann hafði verið í ráðaneyti konungs með þeim
Ratazzi, Lamarmora og Lanza, og átt mestan þátt að, er
Italir gerðu enda á ríki páfans 1870, en Rómaborg að setri
konungs og stjórnar.