Skírnir - 01.01.1885, Side 87
89
Spánn.
Ráðherraskipti. — Órói i Madrid af ræðu á hátíð háskolans. — Af
vandiætisprjedikara. '
Posada Herrera átti ekki stjórnaraldurinn langan að ala,
enda mæltist öjl frammistaða hans á þinginu hið versta fyrir,
og þeir menn — t. d. Sagasta og Serrano — sem hann hafði
vsenzt mesta trausts af, urðu honum bráðum fráhverfir, og hann
sjálfur öllum ílokkum leiður, ekki sízt frelsisflokkunum. Eptir
langa rimmu á þinginu um andsvarsávarp þess til konungs, þar
sem menn við mikinn atkvæðamun felldu frumvarp stjórnarfor-
setans en fylgdu Sagasta, sagði hann af sjer, en konungur tólc
sjer nýtt ráðaneyti með forustu Canovas del Castillo, foringja
apturhaldsmanna. Flestir ráðherrarnir voru garpar úr því liði.
J>egar allt fer með feldi á Spáni, er óhætt að segja, að mestur
þorri manna standi undir merkjum apturhaldsmanna; og hvert
skyldu hirðar ldrkjunnar vísa fólkinu, ef eigi til þeirra ? Nýjar
kosningar boðaði hið nýja ráðaneyti, og það fjekk lika við þær
nægan fylgisafla á þinginu, en ekki trútt um, að embættis-
menninir ættu sumstaðar meiri hlut að máli enn sæma þótti,
og var til þess tekið síðar af sumum þingmanna. Annars hefir
allt farið skaplega á .Spáni siðan Canovas del Castillo tók við
stjórnartaumunum, og hart jafnan i þá tekið, ef út af vildi bera
leiðarstefnu reglu og friðar.
Til dæmis um, hversu lderkdómurinn á Spáni er gætinn og
vakandi á verði og vill eigi sýna minna einbeittleilc á móti
óvinum Guðs og kirkjunnar, en hinir (umboðsmenn ííkisvalds-
ins) móti fjendum konúngsdómsins, má eina sögu segja. A
hátíðardag háskólans í Madrid flutti sá maður hátiðartöluna,
sem Morayta heitir og af floliki hinna frjálshuguðu prófessora,
og talaði um gagn og nauðsyn frelsisins i kennslu og vísinda-
legum rannsókum. Næsta sunnudag — þetta var seint í nóv-
ember — ómuðu frá flestum prjedikunarstólum á Spáni bann-