Skírnir - 01.01.1885, Page 88
90
SPÁNN.
söngar að boði biskupanna gegn prófessornum, um leið og
fyrirboðið var að lesa rit hans. Ráðherra kirkjumálanna, Pidal,
hlutaðist ekki til, og vottaði svo, að honum þótti rjett að farið.
Við þetta varð stúdentunum órótt, en þeir deilast hjer sem
víðar i tvo gagnstæða flokka, sem álit þeirra á andlegu frelsi
og valdboðum kirkjunnar. Sumir sendu kennaranum mótmæla
ávörp, aðrir þakkir og hylliboð. því fylgdu þegar aðrar hreif-
ingar meðal hinna ungu manna, sveimur og þyrpingar á stræt-
um, en róstur og handtökur, þegar iöggæzlumenn og herlið
skárust i leikinn. Nokkra daga fór svo fram, að háskólinn var
sem i hervörzlum og borgin sjálf, svo rammt kvað að ys og
atgöngu hermannanna. Margir af háskólakennurunum voru
hjer frelsinu sinnandi, og meðal þeirra rektor sjálfur. Hann
kærði það fyrir ráðherranum, að hjer væri gengið á fresli og
forræði háskólans, og í sama streng tók öll lögfræða- og hag-
fræðadeildin. Ráðherrann (Pidal) er rammkaþólskur og gaf
þvi lítinn gaum, en tveir aðrir af ráðaneyti konungs — annar
þeirra formaður þess — sýndu hvorumegin þeir stóðu, er þeir
vildu ekki bera lengur forsetanöfn þeirrar deildar.
Mon heitir klerkur einn, orðlagður prjedikari og mikill
vandlætingamaður í ræðum sinum. I höfuðborginni vandlætti
hann mjög um hjegómadýrð heldra fólks og lystisemi, en tók sem
harðast á kvennfólkinu, einkum hefðarkonum, fyrir skraut og
skartsbreytingar. Meðal þeirra sem kirkju hans sóttu voru
hirðmeyjar og prinsessur, og í fylgd þeirra aðrar tignar konur
og stórættaðar. Einn dag las hann um hjegómann, spillingu
trúar og siða, leikhúsferðir á helgum dögum og fl., svo djarft
yfir höfðum þeirra, að þær höfðu sig á burt úr kirkjunni.
Systur konungs kvörtuðu fyrir honum um þær vandlætingar og
bermæli klerksins, en hann vissi ekki annað úrræði betra í
svipinn, enn að ráða þeim til að sneiða sig hjá þeim sálu-
hjálparvegi. Síðar átti hann tal um þetta við ráðherra sína og
erkibiskupinn í Toledo, og þar kom niður, að biskupinn ávítaði
klerkinn og bað hann verða á burt frá höfuðborginni á 24
stunda fresti. Nýr vottur um eindrægni með valdi rikis og
kirkju! Mon var fyrrum skriptaprestur Don Carlos,