Skírnir - 01.01.1885, Page 89
SPÁNN.
91
Zorilla (sjá »Skirni« 1884, 82. — 83 bls.) elur enn manninn
í útlegð og bíður byrjar , þ. e. ófriðarveðurs á Spáni. I haust
sendi hann löndum sinum ávarp frá París, og taldi þar upp
mart, sem þyrfti að bæta, sjerílagi um laun fyrirliða og her-
manna. þegar þjóðveldið rís þar upp aptur, þykist hann sjálf-
sagður því til forstöðu. Stjórnin gætti svo vel til að engan
fýsti á agn þess að renna.
Portúgal.
Portúgal og Kongófundurinn. — Endurskoðun ríldslaga.
þegar stjórn Portúgalskonungs samdi við Englendinga um
eignarheimildir og önnur rjettindi við Kongó, urðu^þeirí mörgu
til að slaka, en draga síðar mun meira úr kröfum sínum á
fundinum í Berlin, einkum hvað takmörk þeirra landeigna
snertir. Hitt er og auðvitað, að Portúgalsmenn hlutu að gang-
ast undir allt, sem hjer til skilið um tollfrelsi, óhindraða verzlun
og bann þrælasölu.
«Skírnir» gat þess í fyrra, að þing Portúgalsmanna hafði
endurskoðun ríkislaganna og kosningarlaganna með höndum.
Dráttur varð á málinu um hríð, en var aptur upp tekið með
vorinu. I þeirri þingsetu komust að eins kosningarnýmælin í
kring, og eptir þeim fóru nýjar kosningar fram í fyrra sumar,
Nýmælin eru frjálsleg, og kosningarrjett hafa þeir allir til lög-
aldurs komnir, sem kunna að lesa og skrifa, eða eru kvong-
aðir. Við það jókst tala kjósenda um helmning. Kosningar
fara fram með listakjöri, landinu skipt i 80 kjörþing, en tala
fulltrúanna 142 (1 fyrir 32 þús. íbúa). Sú nýlunda er við
þessar kosningar, að þar sem í einu kjördæmi skal kjósa 6 eða
fleiri fulltrúa, skulu 5 eða 6 og svo frv. að eins skrifaðir á
kjörseðilinn, en sá fylla töluna, sem flest atkvæði hefir hlotið i
öllum kjördæmum samt, ef þau samtals ná 6000. þessi bragar-