Skírnir - 01.01.1885, Page 90
92
PORTÚGAL.
bót lýtur að því, að minni hlutarnir eigi sjer fulltrúa á þingi.
15. desember tók þingið (nýkjörna) til starfa, og tók konungar
það fram í ræðu sinni, að höfuðverkefni þess væri að lúka við
endurskoðun ríkislaganna. «Skírnir>: gat í fyrra einstöku at-
riða í frumvarpinu, en það virðist, sem stjórnin hafi síðan
breytt um sumt, og svo kann enn að verða í meðferð þingsins.
I efri deildinni — eða «jafningadeildinni» — skulu sitja 150
(-)- 10 fyrir minni hluta), og af þeim verða 50 þjóðkjörnir
(með tvöföldum eða «óbeinum» kosningum). Enn fremur má
nefna, að stjórnin skal ráða, hver páfabrjef eða ályktir kirkju-
funda skulu birt. Játendum annarar trúar (enn hinnar kaþólsku)
frá öðrum löndum skal leyft að hafa messuhald og guðsþjón-
ustu i húsum og sölum, sem eigi eru i kirlcna líkingu — en
slikt er þó fyrirboðið þarbornum mönnum, sem frá kaþólskunni
hverfa. «Kaþólskan rómverska» er lika kölluð í frumvarpinu
«trú konungsríkisins.» Auðvitað, að klerkarnir hafa sjeð urn,
að svo varlega skyidi farið i sakirnar, hvað trúfrelsið snerti.
Belgía.
Efniságrip: Inngangsorð. — Nýjar kosníngar og ráðherraskipti, og fl.
— Fundahöld og róstur, auk fl. —Nýr titill konungs. — Áfengir drykkir.
Menn hafa opt kallað Belgiu fyrirmynd þingstjórnarríkja á
meginlandi álfu vorrar og er það satt að mörgu leyti. Hjer
eru tveir höfuðflokkar sem um völdin tefla eins og á Englandi,
og konungurinn fer að eins og þár er titt, þegar um ráða-
neyti skal skipta, og leggur taumana þeim í hendur, sem flest-
um höndum ráða. En munurinn er þó ekki lítill. ! A Eng-
landi sljettist smámsaman yfir mismuninn á eða gagnstæðið
með höfuðflokkunum,! en í Belgiu hefir það heldur atikizt enn
rjenað, viðureign þeirra — frelsis- og framfara-manna og klerka-
sinna — harðnað ár af ári. það sem hvorir um sig kalla