Skírnir - 01.01.1885, Side 93
BELGÍA.
95
róstuhríðar, sem liðinu veitti mjög erfitt að stilla. Prósessían
brjálaðist með öllu, og aðkomufólkið flúði til járnbrautarstöðv-
anna. Nær því 200 manna fengu hjer meiðsl og illar ákomur,
og hjerumbil eins margir voru fastir teknir. þegar þeir komu
heim, sem fundinn höfðu sótt frá Antwerpen, fengu þeir ekki
vinveittlegri kveðjur, og hið sama varð ofan á í fleiri borgum.
Nokkru síðar sóttu borgarstjórar frá Bryssel og 5 öðrum helztu
borgum landsins á fund konungs og færðu honum mótmæla-
skjal gegn lögunum. Mótmælin voru frá 820 sveitum með
2,800,000 íbúa. Konungur svaraði vel, en kvazt vant við kom-
inn er lögin hefðu atkvæðafylgi meiri hlutans í báðum þing-
deildum. Ríkislög Belgiu mörkuðu konunginum þá leið, sem
hann hlyti að þræða, og að hatda þau og verja, væri að verja
þegnfrelsi landsbúa. — Við kosningarnar til borgaráðanna báru
frelsismenn góðan sigur úr býtum, og það íjell Malou gamla
svo þungt, að hann sagði af sjer 'forstöðu ráðaneytisins. Sá
tók við henni, sem Beernaert heitir, og tók hann með sjer
aðra vægari og tilhliðrunarsamari menn úr sínum floklci í þeirra
stað, sem Malou fylgdu. Eptir þetta varð allt kyrrara bæði á
þingi og utanþings, en frelsismönnum þótti illa orðið, er svo
mikið hafði i gerzt róstudagana, og þeim til óhróðurs haft_
Annars vona þeir, að betur vegni við næstu þingkosningar að
tveim árum liðnum.
Samkvæmt boði Berlínarfundarins gerist Leopold konungur
höfðingi Kongólanda (Souverain du Congo) og tekur það nafn
upp á meðal titla sinna. Landstjórninin verður seld Stanley i
hendur.
Belgía er eitt af þeim löndum, sem mönnum er farið á óa
við óhófsnautn áfengra dryk'kja og hennar afleiðingum, Hjer er
drukkið fyrir 480 milliónir franka, eða 66 fyrir hundrað að telja
yfir það fram sem var fyrir 30 árum. A siðustu 40 árum hefir
tala vitfirringa vaxið um 104 fyrir hvert hundrað, og þeirra sem
sálga sjer um 80 og glæpamannna um 138. Afengir drykkir
fást nú á 130,000 stöðum, 1850 voru þeir ekki yfir 53,000,