Skírnir - 01.01.1885, Síða 94
96
Holland.
Efniságrip: Heimsókn hjá Belgakonungi. — Krónprinsinn deyr,
og fl. — Nýjar þingkosningar. — Ófriðurinn við Atjíninga. — Alþjóða-
sýning og alþjóðafundur.
Konungur og drottning Hollendinga launuðu hjónunum
frá Bryssel þá heimsókn, sem «Skírnir» gat um í fyrra, og
og komu þangað 20 maí. Viðtökurnar með mesta fagnaðar
móti, og í höfuðveizlunni hjá Belgakonungi minntist Vilhjálmur
konungur á, að Bryssel væri sinn fæðingarbær, og að það væri
i fyrsta sinn, að tveir konungar þar bornir drykkju þar hvor
annars minni.
21. júní dó Alexander krónprins Hollendinga (af týfus) á
þriðja ári yfir þritugt. Hann var hinn yngri son Vilhjálms
konungs, en jafnan talinn vonargripur þegar um ríkiserfðir var
talað, bæði heilsutæpleika vegna og þunglyndis. Hann vildi
ekki hirðlifnaði sinna, bjó við fámenni í húsi sjer, fornlegu
heldur, en í fögrum aldingarði, þar sem hann ljet ala söngfugla og
skrautfugla frá öllum álfum. *) Hann gaf sig helzt við bókum
og lestri, en tók stundum þátt í ritstríði um stjórnarmál með
svo miklum ákafa, að furðu þótti gegna. Mjög fátt var með
þeim feðgum, en prinsinn tregaði sáran bæði móður sína og
bróður sinn, sem dó í París fyrir nokkrum árum. Menn köll-
uðu hann «Oraninginn siðasta,» því menn búast ekki við að þeim
konungi og hinni ungu drottningu hans verði sona auðið, en
dóttur hafa þau eignazt og skal hún erfa rikið. Svo er nú
með lögum fyrir skipað, að drottningin — ef hún lifir mann
*) í þessu húsi bjó' fyrrum hinn frægi þjóðveldisskörungur Hollendinga
Jóhann Witt (Jarr de Witt), síðar Motley frá Ameríku, meðan lvann
ritaði «Sögu hins hollenzka þjóðveldis.* Hjer heimsótti drottningin
— móðir prinsins og ágætiskona — opt þann sagnaritara. Eptir
hennar lát keypti prinsinn húsið.