Skírnir - 01.01.1885, Side 95
H0LL4ND.
97
sinn — skuli stýra rikinu fyrir dóttur sína, unz hún er til lög-
aldurs komin. Með því að svo víkur við, að Luxemborg ' skal
í karllegg ganga að erfðum, þá getur svo farið, að Hollend-
ingar leysi þetta land úr tengslum, utan lögum verði til breytt.
I lok októbermánaðar fóru fram nýjar kosningar, og þá í
heilu liki — annars helmingakosningar — því þær ríkislaga-
breytingar skyldi fyrir hið nýja þing leggja, sem í fyrra var
minnzt á í «Skirni.» Frelsismenn hafa lengi stýrt meiri afla á
þinginu, en við kosningarnar urðu hinir hlutskarpari, eða 44
móti 42. það voru sjerilagi hinir frekari í liði frelsismanna,
sem urðu af kosningu, en flokkur þeirra stendur þó enn vel
að vígi, því þeir fengu mikinn sigur, er kosið var til hinnar
«efri» deildar (26 móti 13). — Fram á verður farið að gera
kosningarjettinn óbundinn, eða þvi nær.
Hollendingar halda áfram sókninni á Súmatra, þó seint
virðist veita, og þeim sigurinn ætlaður, sem seiglast lengst.
Englendingum er farið að leiðast þófið, svo mikinn tálma sem
það veldur verzlun þeirra og annara, og buðust til í fyrra að
flvtja miðlunarmál við soldán Atsjininga. það vildu Hollend-
ingar ekki þiggja, því þeir kalla, að soldán sje sinn undir-
höfðingi. Tilefnið var, að enskt kaupfar hafði strandað þar
eystra, en soldán eða einhver jarl hans hafði látið handtaka
skipshöfnina og vildi ekki selja mennina út aptur. Stjórn
Englendinga þótti, að Hollendingar hefðu gefið þessu máli of
lítinn gaum, og beiddist eptirgangsmuna. Hinir fóru undan
en af framburði hlutaðeigandi ráðherra á þinginu mátti ráða,
að Englendingar ætla að freista sjálfir hvað takast má um út-
lausn manna sinna.
Vjer hefðum átt í «almenna kaflanum» að minnast á alþjóð-
lega landbúnaðarsýning (fjenaðar-, hesta- og svína) í Amster-
dam, og alþjóðlegan fræðimannafund í Haag um heilnæmisráð
og hollan atbúnað. Hvorttveggja í ágústmánuði. Vjer höfum
sjeð að eins afarstuttar brjefiýsingar á sýningunni, og mikið
gert úr, hverjir kostagripir hjer voru að líta, t. d. hestar frá
Englandi, hlasshestarnir miklu og sterku, friðir reiðhestar og
vagnhestar frá mörgum löndum, og hinum ungversku ekki
Skírnir 1885. 7