Skírnir - 01.01.1885, Page 96
98
HOLLAND.
minnzt á lopt haldið. — A heilnæmisfundinum mart fróðlegt
fram borið. f>ar talaði maður frá Frakklandi, Rochord að
nafni, um verð og gildi mannlífsins, er menn legðu það á met
hagfræðinnar. Höfuðatriði ræðunnar voru: að það sem kostað
væri til heilnæmis, væri sýnn sparnaður, að sjúkdómar væru af
öllu löndunum útdragsamastir — að dauðanum, ef til vill
undan skildum —, og að öll sóun lífsins væri hverri þjóð og
þegnfjelagi til mesta tjóns. Hann sagði, að dauði og sjúk-
dómar kostuðu Frakkland meira enn helming þess fjár, sem
fram er lagt til ríkisþarfa, en tók hart á, sem vita mátti, fjár-
útaustrinum til hervarna og hernaðar. Vatnsgæði og vatns-
forði borga og bæja var mikið umræðuefni á fundinum, og
minntust sumir á, hvað fornþjóðir hefðu látið eptir sig liggja
til að fullnægja þeim þörfum, og fleirum heilnæmiskröfum.
Hjer Rómverjar sjerílagi til dæmis teknir, sem veittu tífalt
meiru vatni til Rómaborgar enn að svo stöddu er veitt til
Lundúna. Á fundinum voru margir þeírra, sem sótt höfðu
læknafundinn í Kaupmannahöfn.
Svissland.
þess hefir opt verið minnzt í þessu riti, hvert hæli þetta
land hefir orðið útlögum annara rikja, og stundum, hvern vanda
af þvi hefir leitt fyrir Svisslendinga á seinni árum. Umliðið
ár hefir meira að þessu kveðið enn nokkurn tíma fyr, og
svo má að orði kveða, að skeytin hafi staðið á þeim úr öllum
áttum, er skorað var á þá að líta betur eptir þeim, sem verstu
vargar mundu vera í útlagaflokkinum, höndla þá eða vísa
þeim úr landi. Við því var nú því betur og greiðlegar orðið,
sem hvortveggju uppgötvaðist, að sumir útlaganna — eða
rjettara sagt strokmannanna — voru úr bandaliði morðingja,