Skírnir - 01.01.1885, Síða 98
100
X>ÝZKALAND.
Berlinar, þegar vandamálum skal setja, og það þ)kir álykta-
legast fara, sem þjóðverjar (Bismarck) ráða í gerðinni. Svo er á
Kongófundinn að líta, og þær lyktir, sem seint og um síðir
urðu á fjárhags- og skuldamáli Egiptalands *). Valdastöð
þýzkalands hefir Bismarck treyst með sambandinu við Austur-
riki og Italíu, en flestum verður svo á litið, að það sje þjóð-
verjar, sem hafi forustuna, en hinir fylgi merki þeirra, að vjer
ekki tölum um dilkana, hin minni ríki, Serbíu og Rúmeníu,
sem á þá taug eru komin. Höfðingjar og stjórnvitringar þess-
ara ríkja, gera opt þá grein fyrir þessu bandalagi, að tilgang-
urinn hafi verið og sje uppihald og efling þjóðafriðarins í álfu
vorri, og er þetta — sem náttúrlegt er — svo af flestum skilið,
að allir láti til sín taka, ef á einn er leitað, og að allir leggist
á eitt að miðla þar málum, sem deilur risa með rikjum, eða
til þess ófriðar þykir draga, sem fleiri kunna að verða við
bendlaðir síðar, en sjálfsagt verður því fleirum til meins og al-
þjóðlegum viðskiptum til því meira niðurdreps, sem fleiri kom-
ast i leikinn og hann færist yfir meira svæði. «Já, svo er
rjett skilið,» segja höfðingjarnir og stjórnvitringarnir, en þeim
dylst ekki, að það eru fleiri hugleiðingar, sem vilja ryðja sjer
til rúms, þær sem sje, hverja hagsmuni hver um sig hafi hugsað
um sjer til handa, þegar hann gekk í bandalagið eða kom þvi á
framfæri. «Hver er sjálfum sjer næstur,» og þeirri höfuðreglu
gleyma þeir sízt, sem fyrir þjóða- og ríkjamál.eru settir. þegar
Bismarck tengdi þrjú keisaradæmi saman, þótti öllum auðsætt,
að hann hafði því smeygt vináttuhöptum á tvö stórveldi, að
þýzkaland þyrfti ekkert úr austri að ugga, ef ný ófriðaralda
riði að vestan, og Frakkar gætu ekki á sjer setið. þegar ítalir
urðu þriðji þáttur strengsins í stað Rússa, var höfuð þess
bandalags i Berlin sem fyr, Frakkland í einangri, en rómönsk
*) J>ær voru: Fjárlán á 9 mill. p. sterl. með ábyrgð Evrópuríkja, skattar
af hlutabrjefum, lækkun á leigugjaldi Egipta (um 5 fyrir IOO), en
frestað um 2 ár að setja rannsóknarnefnd ríkjanna til að skoða fjár-
hagsástandið, þ. e. að skilja: Englendingum leyft að vera einum um
þá hitu svo lengi.