Skírnir - 01.01.1885, Page 100
102
ÞÝZKALAND.
og Austurríki. Blöð Rússa ljetu lika hið bezta yfir fundinum.
Hvað Frakka og Englendinga snertir, hafa blöðin haft það
lengi fyrir texta sinn, hvað Bismarck byggi innanrifja, og^
hvernig hann vildi koma undirhyggju sinni við, að gera þá fyrst
sundurskila, og koma svo hvorum um sig í fullkominn ein-
angur i Norðurálfunni. Hægra að segja enn sanna, og hitt er
þó flestum fullkunnugt, að það var í samvinnunni á Egipta-
landi, að sundur tók að draga, en hún hætti með öllu við at-
farir Englendinga. Hjer áttu þjóðverjar engan hlut að máli.
Hitt virðist heldur, að Bjsmarck hafi búið yfir heilu við «vestur-
þjóðirnar,» þegar hann rjeð þeim frá, að senda flotana til
Egiptalands, en láta soldán gera atfarirnar, sem honum var
líka skyldast. Honum hefði verið sjálfrátt, að fylgja Itölum •—
bandamönnum þjóðverja — eða kröfum þeirra í Túnis, þegar
Frakkar tóku þetta land undir sig, en allir vita nú, að hann
var máli Frakka sinnandi og ekki mótfallinn, og hið sama hefir
hann sýnt á öðrum stöðum, þar sem Frakkar juku landeignir
sínir. Af þessu hefir leitt, að Frakkar eru farnir að trúa á
drengskap Bismarcks, og þvi hafa þeir og þjóðverjar fylgzt að
og verið samhendir i þjóðskiptamálum — Kongómálinu og
egipzlca málinu — árið sem leið. Hið siðarnefnda mál minnir
á horfið til Englands, og þvi verður ekki neitað, að þjóðverjar
stóðu á öndverðan meið með þeim, sem rjettar síns kölluðust
kveðja gagnvart Englendingum og gjörræðislegum ráðum þeirra
og tiltektum á Egiptalandi. Um þetta mál, og um . ymsar
kröfur, er nokkuð greint í fyrra kafla þessa rits. Blaðamönnum
hefir lengi verið tamt að láta Bismarck nú kjósa hitt ríkið, nú
þetta, fyrir odd þýzkalands, og eptir Lundúnafundinn sögðú
flestir að hann ætlaði að fylkja öllum stórveldunum á megin-
landinu á móti Englendingum. Um það þyrfti enginn að efast,
en um það leyti og fram á þetta ár, var heldur misklíðasamt
með þeim og þjóðverjum út af landanámi á vesturströnd Afríku,
sem síðar skal af sagt. En af skýrslu Bismarcks sjálfs á Ber-
línarþinginu i vetur, og síðar af ummælum Gladstones og Gran-
villes á þinginu i Lundúnum, er mönnum orðið kunnugt, að
hann hefir verið eins hreinskilinn við þá og við Frakka í