Skírnir - 01.01.1885, Side 101
DÝZKALAND.
103
egipzka málinu. J>eir höfðu leitað hjá honum heilræða í þessu
máli optar enn einu sinni, en hann færzt heldur undan. Allt
um það hafði hann sagt í eitt skipti, að hann mundi, ef hann væri
enskur ráðherra, heldur það af taka, að láta Soldán stilla til
reglu og friðar á Egiptalandi, enn að leggja landið undir
England, því það mundi þó helzt skaprauna Frökkum. En
vildu Englendingar því einu hlita, þá skyldu þeir engri fyrir-
stöðu mæta af sinni hálfu, því sjer þætti vinfengi þeirra meiru
skipta enn forlög Egiptalands. þetta geta menn ekki kallað
«að spilla á milli vesturþjóðanna.» — þegar þetta var skrifað,
hafði horfzt til ófriðar með Rússum og Englendingum, og nú
spurgðu margir: «hvað gerir hann nú, friðarsemjandinn i
WarzinPn því þuifti ekki að svara, því ófriðarskýin dreifðust,
en þó Bismarck sje mikill fyrir sjer, má vera, að honum hefði
þótt málið vandara enn svo, að hann fýsti til þess að hlutast,
eða að hjer sje i raun rjettri, deila með goðum og jötnum,
sem best sje fallin til dóms á vopnaþingi. Hinu má treysta,
að hann vill firra þýzkaland vandræðum og óhamingju, en sjá
því heldur þar fyrir hagnaði, sem aðrir kasta sinum á glæ.
Hjer má aptur um kveða: «Hver er sjálfum sjer næstur,»
eða: «Með sjálfum sjer verður hver lengst að fara !» — Hvað
sem um þær getsakir má segja, sem margir hafa gert og gera
enn Bismarck og þjóðverjum, vonum vjer að mönnum verði
ljósara enn fyr af því, sem að framan er saman dregið, að
þjóðir álfu vorrar snúa sjer helzt til Berlínar um úrlausn vandra
þjóðskiptamála, og að þjóðverjar eru að svo komnu öndvegis-
höldar á meginlandinu.
þegar þýzkaland" kenndi máttar síns í hinum nýju megin-
gjörðum, einingarsambandi allra landanna, tóku margir að vekja
máls á, að þetta stórveldi yrði að gera að annara dæmi,
neyta framtakskraptanna til að komast yfir landeignir í öðrum
álfum, snúa kappsmunum þjóðarinnar að nýlendum og land-
námi. Bismarck tók hjer lengi dræmt undir, því honum þótti
ekki ráð að dreifa of mjög áhuga og kröptum þjóðar sinnar —
að minnsta kosti ekki fyrst um sinn — meðan hún ætti til svo
mikils að gæta heima, og þyrfti við aðkasti að vera búin úr