Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 102
104
ÞÝZKALAND.
ymsum áttum. Einu sinni varð honum að orði, þegar um ný-
lendur var talað á þinginu: «jeg vil ekki fara að eins og
berramaðurinn pólski, að útvega þýzkalandi dýrindiskápu
skinndregna á undan haldgóðri skyrtu.» A því var þó jafnan
klifað á þinginu, að ríkið ætti að styðja siglingar og kaupskap
þýzkra kaupmanna í suðurhaíinu og Eyjaálfunni, og skjóta
verndarskildi sínum yfir þær kaupstöðvar, sem þeir eignuðust á
þeim slóðum. þar kom, að Bismarck gerði málið- að álitum,
einkum eptir það, að Frakkar höfðu krækt i svo miklar land-
eignir í Afríku og Asíu og beitt svo kappsmunum sinum til
landnáms og landvinninga, sem af er sagt i Frakldandsþætti
og fyrirfarandi árgöngum þessa rits. En það sem ýtti mest
undir, var þó það, að stórkaupmenn og fjelög, einkum frá
Hamborg og Brimum, sóttu kaupskap til Aíríku, Asíu og Eyja-
álfunnar af mesta kappi, og fóru að kaupa og kasta eign sinni
á eylönd og strendur á ymsum stöðum. |>vi fylgdi þar að
auki, að fjelög voru stofnuð til «þýzkra nýlendubyggða í öðr-
um álfum,» bæði í Beriín og víðar. Arið sem leið, helgaði
hið þýzka ríki sjer fyrstu nýlendur i Afríku og upphafið var
það, að kaupmaður frá Brimum, Liideritz að nafni, hafði keypt
af einum smákonunginum land við vik, sem Angra Pequena
heitir á vesturströnd Afriku, fengið það fyrir afarlítið verð eða
smámuni, og boðið síðan feng sinn Bismarck, þ. e. að
skilja: þýzkalandi til nýlendueignar. Landið var afurðalítið og
ekki frjófsamt, en þar var góð höfn og markaðarstöð til kaupa
við þá, er þangað sóttu frá enum efri byggðum. Bismarck
þótti vant velboðnu að neita, en spurðist fyrir hjá nýlenduráð-
herra Englendinga, Derby lávarði, hvort þeir þættust eiga
nokkurt tilkall til landa á þeim slóðum. Hann beið hjer lengi
svara, en heyrði siðar, að Caplands- eða Höfðalands-mönnum
hafði orðið bilt við, og landstjóri Englendinga þar syðra hafði
fengið skeyti frá stjórninni að helga Englandi eign á öllu
landinu umhverfis vikurland þjóðverja og strandir allar fyrir
sunnan að Oraníufljótinu, og fyrir norðan upp að eignum
Hollendinga. En með þvi að málið var svo vaxið, að borið
skyldi undir þing Höfðalendinga, hvort þeir vildu tengja þessar