Skírnir - 01.01.1885, Page 104
106
EÝZK.ALAND.
á lopt haldið. Eitt stórgildið hjelt það fjelag þeim í Berlín,
sem kallast «Hið þýzka nýlenduf]elag», og gerði sendiboðana
að heiðursíjelögum sínum. Optast var og við það komið, að
þjóðverjar mundu komast í samvinnu við Transvalinga og eiga
við þá bræðrabýti. Menn minntust á heimsókn sendiboðanna,
þegar sú fregn barst, að Lúteritz, sem fyr er nefndur, hafði
keypt land við Lúsiuflóann (á austurstönd Afríku) af Dinzúlú
konungi (Zúlúkaffa og syni Cetewayós), en allir þóttust vita, að
«Búar» eða Transvalingar hefðu átt hjer hlut að máli, því
land Zúlúa er nokkurskonar skjólstæðisland Transvals, þó Eng-
lendingar hafi áskilið sjer rjett á tilsjón hjá hvorumtveggju, og
sjerílagi hvað viðskipti Transvalinga snertir við önnur ríki.
Kaupinu vilja þeir að vísu ekki láta ripta, en munu vart fall-
ast á að þar rísi þýzk nýlenda. Um viðburðina á vesturströnd-
inni urðu hvorutveggju nokkuð þungorðir í blöðum og á þing-
unum, en mörg sendiskeyti fóru milli þeirra Bismarcks og
Granvilles, Hinn síðarnefndi var einbeittur í fyrstunni, og kall-
aði gengið á rjettindi Englands í Afríku, en lægði fljótt seglin,
þegar Bísmarck tók að byrstast, og á endanum varð hann svo
þýður og auðsveipur, að hann kvað Englendingum skapi fjarst
að amast við lándnámi jbjóðverja þar syðra, en mæltist til, að
þeir tækju að sjer enska menn, hagi þeirra og velfarnan, þar
sem þeir væru fyrir innan þess endimerkja. Síðar (í vetur) dró
aptur til þykkju með þeim Bismarck og Granville út af skýrsl-
um og ummælum þeirra — sumpart um nýlendumálin og sum-
part um hið egipzka — á þingunum, en allt jafnaðist aptur, er
Bismarck sendi Herbert son sinn til Lundúna og hann hafði
talað við þá Gladstone og Granville. Eptir það flutti hinn
síðarnefndi snjalla tölu í lávarðadeildinní, svo blíða og bróð-
ernislega, sem nokkur gat við búizt. Vjer þurfum eklci meira
enn niðurlagið: «Jeg er sannfærður um, að Englendingum og
jbjóðverjum hefir aldri riðið meir á en nú að horfa vingjarn-
lega hvorir við öðrum, þar sem hvorutveggju eiga nú að mæt-
ast i öllum álfum. Um leið og hvorir um sig gæta rjettinda
sinna, þykir mjer hitt sjálfsagt, að oss hvorumtveggju ber að
haldast bróðuriega í hendur, er vjer fetum fram á braut þjóð-