Skírnir - 01.01.1885, Page 105
I'ÝZKALAND.
107
menningarinnar og eflum verzlun og samskipti með þjóðum
heimsins. Og jeg veit að þjer, háttvirtu herrar, efist ekki um,
að öll viðleitni mín muni fara framvegis í þá sátta og sam-
komulags stefnu, sem kanselleri þýzkalandskeisara hefir til
vísað.» Lávarðarnir gerðu góðan róm að þessari ræðu, og
hún mæltist hið bezta fyrir i öllum blöðurn bæði á Englandi
og þýzkalandi. Vjer eigum enn eptir að geta tveggja stöðva,
þar sem þau mót hafa orðið með þessum höfuðþjóðum, sem
Granville talaði um. Til þess í fyrra hefir soldáninn í Sansíbar
verið einskonar skjólstæðingur Englendinga, og þeir hafa
mestu við hann ráðið, og til Lundúna kom hann fyrir nokkr-
urn árum, en nú hefir hann skipt svo um skjólið, að hann
hefir skotið landi sinu undir verndarvæng þýzkalands.*) Til
þess er sú saga, að soldán hafði þegið af konsúli Englendinga
hringekjuvagn (Karussel), og þótti honum engin skemtun betri
enn að aka í vögnum með konum sinum. Tíðast ganga hestar
fyrir þeim vögnum og svo var um þenna. Nú fann þýzkur
tnaður það snjallræði að búa til hringekju með gufugangvjel,
en á henni búnir hestar með söðlum, úlfaldar og fl., og hana
gaf hann soldáni. Soldáni fannst mikið til um slíka gersemi
og skipti skjótt um, og upp frá þessu á hann að hafa snúið
öllu trausti sínu til þjóðar völundar síns. I Eyjaálfunní hafa
þjóðverjar kastað eign sinni á Nýja lrland, Nýju Brittanniu og
Norðurströndina á hinu mikla eylandi Nýju Guíneu, auk nokk-
urra smáeyja — og það þrátt fyrir að Derby lávarður sagði í
fyrra, að sá ljeki Englendingum óvinveitt bragð, sem rjeðist til
landnáms á Nýju Guineu. Astraliubúum er mjög illa við þá
fjölþreifni þjóðverja — og fleiri t. d. Frakka — þar eystra.
þeir hafa mótmælt og lcært málið fyrir stjórninni i Lundúnum,
en það þarf meira til að fæla Bismarck, enda þarf hann —
eptir viðburðina í Afriku og eptir því sem að framan er frá
*) Vjer höfum nýlega sjeð þetta land á landauppdrætti frá þýzkalandi
þeim lit dregið, sem var á þeim löndum í Afríku, sem kölluðust
«Deutsche Besitzungen."