Skírnir - 01.01.1885, Side 106
108
ÍYZKALAND.
sagt — varð að búast við mikilli meinsemi af hálfu svo eptir-
látra vina, sem Englendingar hafa heitið f>jóðverjum að vera.
28. júni var ríkisþinginu slitið, eða undir það er kjörtími
þess var á enda. Höfuðafrek þess voru hin nýju lög um
viðurlifis ábyrgð til handa verknaðar og iðnaðarmönnum við
örkumlan eða fráfall af slysum í vinnunni. I fyrra fjekk hann
framgengt nýmælunum um sjóði fyrir sjúka verkmenn. Bæði
þau nýmæli eru tvö þrautgæðisverk Bismarcks Hann bar hin
síðari fyrsta sinn upp 1881, aptur 1882 og í fyrra vor í þriðja
sinn. I bæði siðari skiptin bætt og aðgengilegri enn áður, og
nú vannst þrautin (17. mai). Lögin eru ein af þeim mörgu
endurbótum í rjettlætis og jafnaðarstefnu, sem Bismarclc vill,
að rikið taki undir sinn áraburð, en sósialistar vilja ná fyrir
kapp og knýjan að neðan frá enum lægri stigum þegníjelags-
ins. það er þó bágt að sjá annað, enn að jafnaðarmenn stefni
að því, sem Bismarck hefir þegar byrjað á, eða að rikissósíalis-
mus, en þeim þykir sem honum muni vart rjettilega fyr fram fylgt,
enn löggjöf og ríkisvöld er í þeirra hendur sjálfra komin.
«Jafnaðarlýðveldi» heitir það ríki, sem þeir vilja á stofn
koma. Höfuðatriði laganna eru: verkmeistarar og vinnuveit-
endur í hverri atvinnu- og verknaðargrein greiða allt ábyrgðar-
gjaldið i þann ábyrgðarsjóð, sem ríkisstjórnin hefir undir sinni
umsjá og selur í hönd 11 manna til forstöðu óg allrar af-
greizlu. Af þeim mönnum velur keisarinn -3, sambandsráðið 4,
vinnuveitendur 2 og verknaðarmenn (umboðsnefndir þeirra) 2.
A atvinnugreinum er svo munur gerður, aé sú verður mestu
til sjóðsins að leggja fram, sem lífhættust er (t. d. í sumum
námum). þegar einhver verkmaður slysast svo, að hann verður
vanfærari til vinnu síðan, þá skulu honum hálf laun goldin
upp frá því, en verði hann ófær með.öllu fær hann 662/a fyrir
hvert hundrað af árslaununum. Ekkja hans fær 20 fyrir hvert
hundrað, en hvert barnið 10, unz helmingi nær launanna. Um-
boðsnefndirnar, eða fulltrúar verkmanna í hverri 'grein (9—18
að tölu), rannsaka slysin, og kjósa af sínu liði tvo menn —
vinnuveitendur tvo aðra — í gerðar dóma, sem gera þar um,
er menn verða ekki ánægðir eða á eitt sáttir. Fleira mætti til