Skírnir - 01.01.1885, Page 107
ÞÝZKALAN'I).
109
færa úr þessum lögum, sem vottar sannsæi þeirra og mannúð-
lega jafngirni og nærfærni. — «Sósialistalögin*) samþykktu þing-
menn enn til 2 ára gildis eptir harða viðureign með ymsum,
en sjerílagi með Bismarck og forustumönnum framhaldsmanna
(Richter og fl.). jbó Bismarck tæki djúpt í árinni, þegar hann
lagði á móti þeim Richter, voru ræður hans fyrirtakstölur að
snilld og allri greinargerð. Hann dró þar saman þau efni,
sem, hafa verið mesta áhugamál — lagabæturnar, sem eiga að
bæta kjör verkmannalýðsins, þýða hugi þeirra manna og gera
þá afhuga öfundar og kergjuráðum sósíalista — um illræðin
ekki að tala —, og hann sýndi mönnum sinn samanburð á
sósíalistum, nihilistum og framhaldsmönnum þjóðverja. Honum
•er í rauninni verst við framhaldsmenn og þeirra kenningar, á
móti þeim kvazt hann vilja berjast til hinnstu stundar, þvi þær
brjáluðu mest hyggju manna og álitum. «Framhaldsmenn eru
hættulegri enn sósialistar,» sagði hann einu sinni, «völdin bera
vart hinum síðarnefndu i hendur, en um hina má ekkert for-
taka, þvi eitrið hjá þeim er megnara.» Eptir álitum Bismarcks
eru þingstjórnarkenningarnar eitrið, sem þeim er nú framfylgt
flokkakergjan er eitur, þar sem hver flokkurinn hugsar ein-
göngu um sínar kvaðir, sinn hagnað og sinn sigur, þó annaö
sje látið, en lætur sjer hitt liggja í ljettu rúmi, hvað ríkinu,
-öllu þegníjelaginu sje fyrir beztu. Hann lauk tvisvar ræðu með
þeim orðum: «Várið ykkur á að kjósa framhaldsmenn til rikis-
þingsins!» Vjer skulum enn minnast á þau orð Bismarcks i
þeim umræðum (um sósíalistalögin), sem flestum lcomu á óvart,
þvi áður hafa þau átt helzt heima í ritum jafnaðarfræðinganna,
er hann sagði, að verknaðarfóllkið ætti rjett á að krefj-
as t atvinnu. þetta verður svo að skilja, að rikinu sje skylt
að hlutast til, og veita þeim atvinnu, sem hennar þarfnast.
Menn búast og við, að laganýmæli komi frá stjórninni hjer að
lútandi, þegar Bismarck þykir færi gefa. það gerði menn auð-
*) I>. e. lög um einskonar hergæzlu í stórborgunum, sem á að vaka yfir
öllum tiltektum sósíalista.