Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 108
110
ÍÝZKALAND.
sveigðari til samþykkis við sósíalistalögin, er keisarinn hafði
talað ámælisorð um Lregðu rikisþingsins (i svari sínu til sam-
bandsráðsins og forseta þingsins), og sagt, að sjer þætti sem
mönnum hefði gleymzt, hvernig lögin voru undir komin,
hvernig sjer hefði sjálfum orðið að blæða, áður mönnum varð
ljóst, hver hætta var á ferðum, Hann bað menn trúa sjer til,
að ástandið væri enn eins tortryggilegt, og sjer yrði að vera
um allt kunnugra enn öðrum. þetta staðfestu líka þingmenn
sjálfir, og það var einmitt Richter, forustumaður framhalds-
manna, sem hóf máls á (í nefndinni, sem sett var í sósialista-
málinu) þvi morðsamsæri gegn keisaranum, sem þá var upp-
götvað og siðar skal af sagt. Sósíalistalögunum fylgdu ný-
mæli um tilræði með tundursprengingum, og látið aftöku sæta,
ef sá er vjelanna neytti, hlyti að hafa vitað, að bani eins eða
fleiri manna mundi af hljótast, þó engum einstökum væri hug-
aður. Hjer voru og fyrirmæli um afhending og sölu tundurs,
og' hegningar við lagðar, ef út af yrði brugðið. — «Skírnir»
hefir opt minnzt á hverjum þingafla kaþólskir menn stýra á
þýzkalandi, og á ríkisþinginu er þeirra flokkur hinn íjölskip-
aðasti. Stundum hafa þeir orðið Bismarck að góðu liði, en
þeir vilja lika, að hjer komi sem mest á móti. Á seinni tim-
um hefir heldur dregið í sundur, og þó ljet stjórnin eptir i
sumum greinum á þingi Prússa, bæði við uppgjafir saka gegn
biskupunum, og launaborgun til ymsra, sem aptur hafði verið
haldið. Klerkarnir vilja ekki minna hlíta enn fullkomnu af-
námi mailaganna, og undir deilunni hjer með kirkju og riki
er hið sama sem á öðrum stöðum, hvort þeirra eigi hinu að
lúta. Svo mun og þetta «heimsins langa stríð» lengst verða.
Nýjar kosningar fóru ,fram 28. október, og þurfti viða
eptirkjör að hafa. þær höfðu að því leyti gengið stjórninni
eða Bismarck i vil, að framhaldsmenn misstu við þær 32 at-
kvæði, en sósíalistar fjölguðu um helming., urðu 26 í stað 13.
Miðflokkurinn — hinir kaþólsku — ræður nú 100 atkvæðum
(áður 99), en i traustaliði stjórnarinnar telja menn að eins
þrjár fylkingar: apturhaldsmenn, íhaldsflokkinn og hinn al-
kennda flokk, sem kallast «þjóðernis- og frelsisvinir;» samtals