Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 110
112
ÍÝZKALAND.
ósæmilega farizt — og það einmitt í þessu máli —, er þjóðin
ætti slíkum manni svo mikið upp að inna. Menn ljetu heldur
ekki hjer við staðar nema, en um allt land hófust peningasamskot,
sem menn buðu kanselieranum bæði til launanna og annara
viðlaga. Að því mun þó vart koma, að hann þurfi það fje að
þiggja, svo mun hann fyrir sjá.
Prússakonungur hefir snúið þar þriðja þátt löggjafarvalds-
ins (hinir, fulltrúa deild og herradeild), er hann skipaði aptur
í fyrra hið gamla rikisráð Prússaveldis. Hann nefndi til þess
i júnímánuði 71 nýrra manna, og voru þeir af æztu stjettum,
embættum og umboðum teknir úr bæjastjórn og hjeraða, full-
trúar fyrir visindi, verzlan, iðnað, klerkdóm og svo frv. í því
eiga seturjett þar að auki prinzarnir allir (18 ára) og ráðgjafar
konungs, og enn fremur allir æztu hershöfðingjar og formaður-
inn fyrir hermálaráði konungs. Krónprinz Prússa er forseti
ráðsins, en Bismarck varaforseti. Ráðinu skal skipt i 7 deildir,
en ætlunarverk þess er að semja öll lög og undirbúa þau til
þinganna, sem konungi þykja meiru skipta. Um þetta verður
ekki annað sagt, enn að þeir Prússakonungur og Bismarck
vilji vanda til sem bezt á löggjöfinni.
Banaráðið sem fyr var nefnt, átti að koma fram við Vil-
hjálm keisara og alla hans höfðingjafylgd, Saxakonung, hertoga
og prinza, herskörungana, og svo frv., þann dag er hann vígði
sigurvarðann milda á Niederwald (28. september 1883), sem
frá er sagt i «Skírni» i fyrra (99.—100. bls.). Auðvítað, að
sprengivjel var komið undir svörð nálægt varðanum, en þaðan
þráður lagður all-langan veg, sem í skyldi kveikja. Til verks-
ins voru tveir menn settir — annar varla tvítugur — af iðnað-
arfólki, en sá var prentsveinn, Reinsdorf að nafni, sem fortöl-
urnar hafði fyrir þeim, og fleirum sem gáfu peninga til þessa
ódáðaverks. Hann hafði viða um lönd flakkað og látið ánetjast
af byltingamönnum, Most og öðrum, og þeirra erindi vildi
hann hjer reka. Verkið fórst svo fyrir, að stórrigning kom á
um nóttina á undan hátiðardeginum, og hafði kyndingarþráð-
urinn vöknað. Eptir hátiðina sóttu þeir vjelina, sem henni
höfðu fyrir komið, og önnur tæki sín, en um kveldið vildi svo