Skírnir - 01.01.1885, Page 111
EÝZKALAND.
113
til, að hún spralck í grennd við veitingahús, þar sem þeir og
mart fólk var inni. þó lítill skaði yrði að þeirri sprengingu,
var lengi eptir grennzlast, hvernig á ’nenni hefði staðið. þeir
gengu þá til sagna, en sögðu misjafnt um, og báðir sögðust
hafa sitt bragð leikið, að ekkert varð af, um leið og þeir
ákærðu hvor annan. Reinsdorf var sá eini, sem stóð upp-
rjettur fyrir dóminum. Hann ljet fögnuð sinn í Ijósi, að hjer
hefði svo nær haft um mikið afreksverk, og hældist af ráð-
deildarfullri skipun byltingaliðsins. Fleiri menn voru við þau ráð
riðnir, t. d. þeir sem peningana höfðu til lagt -— allir i iðn-
aðarmanna tölu —, en oss minnir, að þeir þrir væru að eins
til aftöku dæmdir, sem hjer er mest um talað.
þjóðverjar efla flota sinn af mesta kappi og verja til hans
stórmiklu fje. Undir þær framlagakröfur er ávallt sem greiðast
tekið á sambandsþinginu. Eptir skýrslum stjórnarinnar hafa þjóð-
verjar varið til flota og allra sjóvarna 108l/smill. marka á ár-
unum 1873 1883, eða 2181 /2 millíón frá 1870, þegar áætl-
unin um flota og svo frv. var ráðin. þeir reisa nýja bryndreka
á hverju ári, og árið sem leið voru 19 milliónir marka veittar
til 70 sprengibáta og annara lcafvjela.
Vilhjálmur keisari hafði verið fyrsta sinn í orrustu 27. fe-
brúar (i fyrra) fyrir 70 árum. Bardaginn stóð við Bar-sur-Aube
með her Napóleons lta og innrásaliði Prússa og Rússa. Tvær
sveitir Rússa, sem kenndar eru við Kaluga og Mohileff stóðu
á mannskæðum stað, og þangað sendi Vilhjálmur þriðji son
sinn, og var með fagnaðarópi tekið á móti hinum unga prinsi.
Alexander lti, Rússakeisari, sæmdi hann þann dag Georgsorð-
unni fyrir hreysti sína. I minningu þess var fríð sendisveit
þann dag komin til Berlínar frá Rússakeisara. Fyrir henni
Michael stórfursti, föðurbróðir Alexanders 3ja, en honum fylgdu
4 frægir hershöfðingjar, allir Georgsriddarar og meðal þeirra
Gurko, landstjóri á Póllandi, og einn af þeim sem mestan orðs-
tir fengu í striðinu við Tyrkja. Með þeim komu 4 hermenn,
jötunvaxnir úr þeim sveitum, sem nefndar voru. Sendimenn
færðu keisaranum marskálkstaf frá frænda hans. Minningar-
daginn hjelt Vilhjálmur keisari gestum sínum dýrðlega\ veizlu,
Skírnir 1885. 8