Skírnir - 01.01.1885, Side 114
116
ÞÝZKALAND.
Hann fjekk skjótt orð á sig fyrir mælskulist sína og slynga
röksemdaleizlu, og komst á þing 1868, og síðar á alrikisþingið
1870. í öllum tillögum á þingunum til tollmála, skatta og
annara fjárhags- eða landshagsmála sýndi Lasker, að hann hafði
numið mest af hagfræðingum Englendinga og aðhyllzt kenn-
ingar þeirra, eða Manchestermannanna, sem svo kallast, um tolla
og frjálsa verzlun og svo frv. þessvegna lenti þeim Bismarck
skjótt í andvígi á þinginu, en kalla mátti að báðir ljeti skriða
til skarar i viðureigninni um tollverndarnýmælin 1879 (1.—8.
mai. Sbr. «Skírni» 1880, 72. bls.). það var einvígi, þar sem
báðir hjuggu stórt og hvorugur hlifði. En þar lauk, að Lasker
hafði ekki við, bar lægra hluta sjálfur, og svo fór um atkvæða-
greizluna. En að Bismarck hafi þá og optar kennt til af
skeytum hins, má af því ráða, er hann sagði síðar, að Lasker
skyti jafnast eitruðum örvum. þetta með fleiru dró til, að
flokkur «þjóðernis- og frelsismannas, sem í sumum málum
hvarf til fulltingis við Bismarck, komst á sundrung, en Lasker
var einn af höfuðskörungum, og árið á eptir sögðust þeir
Forchenbeck, og með þeim 58 menn aðrir úr því liði, og
stofnuðu svo nýjan flokk á milli hinna fyrri bandamanna sinna
og framhaldsmanna. 1881 sagði Lasker af sjer þingmennsku
og fór til Ameríku. *) Hann hafði doktorsnafnbót i lögum frá
háskólanum í Leipzig, og í heimspeki frá háskólanum í Frei-
burg á Svisslandi.— 6. apríl dó (i Lýbiku) Emanúel Geibel,
einn af hinum beztu og þjóðræmdustu Ijóðskáldum þjóðverja á
síðara hluta þessarar aldar (f. 1805).— Siðasta dag maímánaðar
*) í>ingið í "Washington sendi þingi pjóðverja ávarp og vottaði hlut-
deild sína í söknuði pjóðverja við lát svo ágæts manns. Sendiherra
Baudaríkjanna sendi Bismarck skjalið og bað hann færa þinginu.
Bismarck kvað (á þinginu) sjer ekkert um það mál skylt og kallaði
farið aptan að siðunum, en minntist um leið á, hve mótdrægur Lasker
hefði verið sjer og sínum ráðum. Eptir þykkjuleg ummæli blaðanna,
og hálfssneiðandi yfirlýsingai á þinginu í Washington, dró þetta til,
að sendiherra Bandaríkjanna í Berlin, Sargent að nafni, bað lausnar
af embætti sínu, en stjórnin bauð honum erindarekstur í Pjetursborg,
og vottaði með því, að henni þótti hann hafa rjett að öllu farið.