Skírnir - 01.01.1885, Page 115
ÞÝZKALAND.
117
dó Bethel Henry Strousberg, doktor að nafnbót, og kall-
aður lengi járnbrautakonungur Evrópu. Honum hafði verið
manna sýnast um að raka millíónum saman, en fjell á list
sinni, þegar hann hafði lagt brautirnar í Rúmeníu. þegar
hrunið kom, hvarf allur auður hans — járnnámar, hallir og
stórgóz og fl. — í ginnungagapi skuldanna, og þó fengu
heimtendur ekki meira enn 3 af 100. Strousberg var (ef oss
minnir rjett) gyðingur og fæddur 1823, kom á ungum aldri til
Englands, og komst bráðum i ritþjónustu við blöð og tímarit.
Hann stofnaði siðar sum blöð á þýzkalandi, sem í met og álit
hafa komizt (t. d. «T)ie Post»). Eptir hrunið hjelt hann aptur
út nýju blaði í Berlín («Das kleine Journah>), en hjer voru upp-
gripin heldur lítil, og seldi það þá öðrum í hendur. Eptir
það hjelt hann til Englands, og ' þaðan var hann á ferð um
Berlín, þegar dauðinn skyldi á vegi hans verða. Sagt, að
eptir hann liggi rit búið til prentunar um landstjórn og þjóð-
hagi. — 19..júní dó sagnaritarinn Joh. G. Droysen, 76 ára
að aldri (f. í Treptau i Pommern 1808). Hann hefir verið
prófessor í sögu við háskólann í Kiel, Jena og Berlín. Hann
var einn af máttarviðum uppreisnarinnar móti Dönum bæði í
ritum og framkvæmdum, og var erindreki uppreisnarstjórnar-
innar bæðl i París og Frakkafurðu. Sagnarit Droysens eru
mörg og öll í miklum metum, meðal þeirra «Saga Prússaveldis»
í 13 bindum. — 10. júlí dó Karl Richard Lepsius, pró-
fessor i fornmenjafræðum Egipta, og ágætur rithöfundur og
rannsóknaskörungur (f. i Naumberg 10. des. 1810). Eitt af
höfuðverkum hans er «Denkmaler aus Aegypten und Aethiopien,»
með 900 litmyndaspjölduin, gefin út á kostnað ríkisins. Rit eru
og eptir hann um mál, sögu og tímatal Fornegipta. — 13.
október dó Friðrik prins af Hessen, bróðir Louísu Dana-
drottningar. Hann átti að erfa ríki í Danmörku eptir Aldin-
borgarmenn, en gaf upp rjettindin við mág sinn. Ríkiserfðirnar
í Hessen-Kassel fórust og fyrir við tíðindin sem urðu og breyt-
ingarnar 1866.