Skírnir - 01.01.1885, Síða 116
118
Austurriki og Ungverjaland
Efniságrip: Fundurinn i Skiernevice; sambandið við }>ýzkaland. —
Ráðaneytið og þingið í Vín. — J>jóðernisstríð; Slafafundur í Kraká. —
Óaldartíðindi. — Bankahrun. — Eldsvoði. — Frá Ungverjalandi. —
Mannalát.
Horfi beggja ríkjanna til annara ríkja hefir í engu brugðið
árið sem leið, utan að því leyti, er vináttumál Austurríkis-
keisara og Rússakeisara í Skiernevice og samkomulagið með
kansellerunum viðvíkjandi Balkanslöndunum eiga að hafa dreift
þeim dylgjuskýjum sem hafa lengi sjezt yfir takmarkamótum
beggja hinna austlægu keisaravelda. A þingi Ungverja ljet
stjórnarforsetinn, Tisza, hið bezta yfir keisaramótinu, sem
Kalnoký kanselleri i þingnefnd vesturdeildarinnar, en á ræðu
hans mátti þó skýrt skilja, að eindrægnin og sammælin með
keisaraveldunum þremur og höfðingjum þeirra var mál sjer,
en i annan stað og sjer samband Austurríkis og Ungverjalands
við f>ýzkaland. Hann sagði hreint og beint, að í Skiernvice
hefðu engin einkamál verið á skjöl sett. Keisararnir hefðu
heitið hver öðrum að halda þjóðafriðinum órofnum, hið sama
væri og fólgið undir sáttmálanum við þýzkaland, en hjer væri
meira til skilið, og það væri bandalag eða fóstbræðralag, hve-
nær sem á annaðhvort ríkið væri ófriðlega leitað. Kalnoký
heimsótti Bismarck í Warzin í águstmánuði, en þá voru þau
5 ár á enda, sem til voru tekin um gildi hins upprunalega
sáttmála, og er það almannamál, að þeir hafi þá búið um
sömu hnútana á nýja leik, og sögðu sum blöð, að nú hefði
eigi verið við tiltekinn tíma miðað. Hitt má og fyrir satt hafa,
að þeir hafi um íieira ráðgazt og búið allt undir til keisara-
fundarins.
Taaffe greifi situr enn i forsetasessi, fyrir ráðaneyti keisar-
ans i vesturdeild alrikisins. I þvi eru 5 menn af slafnesku
þjóðerni, sem um leið eru þingmenn i fulltrúadeild ríkisþingsins