Skírnir - 01.01.1885, Page 117
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
119
Tveir þeirra frá Galizíu, og annar þessara Dunajveskí fjármála-
ráðherrann. Baráttan er hjer hin sama og fyr, sem ávallt hefir
verið nokkuð af sagt í fyrirfarandi árgöngum þessa rits. I
fyrra var getið um þá uppástungu Wurmbrands greifa á Yínar-
þinginu, að þýzkan skyldi vera «rikistunga» — höfð i öllum
dómum og stjórnarmálum — í Austurríki. Deilan um þetta
mál var bæði hörð og langvinn, óhljóðin og hávaðinn stundum
fram úr öllu hófi, svo þeir urðu lengi að bíða hljóðs, sem i
ræðustólnum stóðu, eða forseti þingsins (Smolka) varð að fresta
umræðunum. Lokadaginn eða atlcvæðadaginn siðasta var svo
mikið um harlc og ólæti, að hann varð að láta ryðja alla palla
áheyrnarlýðsins. Uppástungan var felld með 18G atkvæðum
mót 154. Af þessu má sjá, að liðsmunurinn er ekki ýkja
mikill með þ>jóðverjum og hinum, og þess má geta um leið, að
klerkasinnar greiddu atkvæði á móti nýmælunum, þó þýzkir
væru.
Stríðið er hið sama í öllum skattlöndunum með þjóðverj-
um og hinum þjóðflokkunum, og á landaþingunum vill eigi
betur draga saman enn á Vínarþinginu, hvort sem þjóðverjar
eiga við Slafa eða ítali (i Týról). f>jóðverjar halda fram sam-
veldinu, að þeir geti borið ægishjálm yfir hinum að fornu fari,
því að gera þá sjer jafnsnjalla þykir þeim ekki enn i mál tak-
anda. Hinir vilja efla sjerveldið, eð sjálfsforræði landanna og
með þvi löghelga jafnrjetti allra þjóðernanna. f>ó þjóðverjar í
Austurríki hiki sjer stundum ekki við að segja, hvers þeir
vænti sjer sjerilagi af sambandinu við þýzkaland, sem sje styrks
til nýrra meginráða yfir öllum «hinum hálfsiðuðu og lítilsigldu»
þjóðflokkum í Austurriki, hefir það þó sýnt sig á seinustu ár-
um, að þeir hafa orðið undan þeim að láta, og þar að auki
drjúgum fækkað í öllum hinum syðri löndum t. d. Krain, og i
strandalöndunum við Adríuhaf. I hinum nyrðri löndum, Böh-
men, Mahren og fl. hafa þeir og orðið at lúta í lægra haldi
fyrir Czekum, og fæstum þykja nú líkur til, að úr því horfi
vilci. — 16. ágúst komu 1500 manna frá Böhmen og Máhren
til Kraká — aðsetursborgar hinna pólsku konunga fram á 17.
öld — og var þeim tekið með mesta hátíðarfögnuði. 1 förinni