Skírnir - 01.01.1885, Page 118
120
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
voru margir af helztu skörungum Czeka, meðal þeirra þing-
maður Tonner að nafni. Hann flutti Póliendingum bróður-
kveðjuna og mælti svo meðal annara orða: «Framvegis skal
eitt yfir oss ganga, og í dag skulum vjer sverjast i fóstbræðra-
lag við grafir konunga yðar og herforingja, en biðja þess í
bænargerð vorri í höfuðkirkju þessarar borgar, að það standi
um aldir». Slíku var öllu svarað með bróðurlegustu og hjart-
næmilegustu undirtektum af Póllendinga hálfu, og af þeim
bergmáluðu allir fundir og gildi þá daga.
«Sldrnir» sagði í fyrra óaldartiðindi frá Austurríki og höfuð-
borginni, af ránum og öðrum illræðum, og skal enn hjer á nokkur
dæmi minnast. En vjer verðum þegar eða fyrirfram að gera
þá athugasemd, að dæmin eiga ekki við Austurríki eingöngu
enn við mörg ríki önnur, og að þau eru fremur aldarmark enn
staða og landa og það því heldur, sem verkin flest voru 'af
þeim mönnum unnin, eða að þeirra undirlagi og fortölum, sem
við byltingaíjelög vorra tima voru riðnir eða stóðu í þeirra
þjónustu. Sögur frá Italíu og Spáni segja stundum af stiga-
mönnum, sem ræna og myrða «fyrir auglitii) Maríumeyjar og
dýrðlinga sinna, stigamenn byltingarinnar hafa mannúðina,
frelsið og jafnrjettið fyrir augum sjer. f>að voru þessháttar
menn, sem flest verkin unnu í Austurríki — einkum í höfuð-
borginni — og höfðu viðar í Evrópu sama leikið. Vjer nefn-
um þá verstu, sem nú eru af lifi teknir og flest ránamorðin
unnu. þeir hjetu Kammerer og Stellmacher, báðir af iðnaðar-
mannastjett — hinn síðarnefndi skósmiður —, en höfðu fyrir
löngu kynnzt við byltingaforsprakka, t. d. Most (sjá almenna
kaflann) og hans liða. Kammerer hafði einu sinni verið í rit-
stjórnarnefnd blaðsins «I)ie Freiheit,» Stellmacher hafði annazt
um útsölu þess og sendingar, og er þeir hittust í Zúrich á Sviss-
landi í júni 1883, gerðu þeir þegar lag með sjer til fjefanga
með ránum og morðum. En það er nú líka tii víss vitað eptir
játningagerð morðingjanna, að þeir ætluðu ekki fjárins að afla
fyrir sjálfa sig eingöngu, en fyrir blöð og til erindakostnaðar
byitingamanna, eða annara þarfa þeirra manna (einkum á
Svisslandi), sem i þeim her höfðu á mála gengið. Á ferðum