Skírnir - 01.01.1885, Side 119
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
121
sínum og þar sem inn i hús skyldi ráða höfðu þeir þriðja
mann til fylgdar og varðstöðu meðan þeir unnu verkin, en
nafn hans kváðust þeir ekki vita, og kölluðu hann ávallt «hinn
ókennda.» Slíkt bendir og beint á samsæri byltingamanna.
J>eir byrjuðu samvinnu sína um haustið 1883, og var síðan
ötullega áfram haldið til ársloka. Unnið á tveimur mönnum
til bana í Strassborg, þó lítið fengizt í aðra hönd, rænt búð
peningakaupmanns i Stuttgart, meðan hann lá i roti af hamars-
höggi, og haft þaðan stórmikið fje, sem þeir skiluðu af sjer
i Zúrich að mestu leyti, eða seldu það þeim í hendur, sem
æðri umboð höfðu fyrir hönd byltingafjelagsins. þriðja kumpán
sinn í Stuttgart nafngreindu þeir, en honum siðar kennt morð
i þeim bæ, þó vjer ekki vitum hvað um það sannazt hefir. Svo
vár haldið til Vínar, og fór Kammerer á undan að kanna,
hvar bezt mundi fengjar að leita. Hann litaðist helzt þar
um, sem peningakaupmenn bjuggu, eða höfðu búðir sínar, og
hjelt þaðan til annars bæjar, þar sem þann rjeð sjer atvinnu,
en skrifaði þaðan brjef til Stellmachers og ljet hann vita, hvar
hann hefði helzt áformað um fjárföngin og' bað hann hitta sig
í Vín á tilteknum tima. þangað kom Stellmacher og fjelagi
þeirra :<hinn ókenndi» 7. janúar. Skömmu siðar gengu þeir
Kammerer inn i búð eins peningakaupmanns, Eiserts að nafni,
um albjartan dag, og spurðu um skipti og verð á rússneskum
peningum. En því var ekki svarað fyr enn sandgusa reið i
augun á Eisert, en henni fylgdu mörg högg af járnspaða, svo
að hann hnje niður hálfdauðui, og sömu útreið fjekk sonur
hans, unglingur, sem stóð hjá honum í búðinni. í herbergi
innar af búðinni var barn Eiserts annað, piltur á ungum aldri,
og hjá honum kvenmaður, sem kenndi börnum húsbóndans.
f>au tóku að æpa og ætluðu fram í búðina, en Stellmacher
rotaði barnið þegar með blýhamri, og laust stúlkuna svo að
henni dró til dauða. A húsbóndanum hafði Kammerer unnið,
en fjelaginn óþekkti stóð i dyraganginum á verði. Síðan ljetu
þeir greipum sópað um gull og silfur og bankabrjef, og komust
með allt á burt, áður eptir þeim yrði runnið. Bankabrjefin
sendu þeir Kammerer til Pestar kunningja sinum i ritstjórn