Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 120
122
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
blaðs, sem «Radical» nefnist — blað frekjuflokksins — og báðu
hann koma þeim í gull og silfur. Seint í janúar kom Kamm-
erer til Pestar og dvaldi þar til 20. febrúar. þá hjelt hann
aptur til Vinar og var þá höndlaður. Hjer hafði verið unnið
til bana á einum embættismanni í löggæzlustjórninni, Hlubeck
að nafni, en- honum fyrir löngu dauða heitið í «Die Freiheit,»
blaði Mosts, sem fyr er nefnt (sjá almenna kaflann). það er
sagt, að Kammerer hafi verkið unnið, en áður, eða seint i jan.
hafði Stellmacher myrt ann'an mann í uppgötvunardeild lög-
gæzlustjórnarinnar, Blöck að nafni, i Florisdorph skammt frá
Vín. Morðskotið heyrðu menn sem voru allnærri að vinnu
sinni, og hlupu þeir þegar á eptir morðingjanum, en hann
kallaði til þeirra, að þeir skyldu láta sig undan komast, því
verkið væri i raun og veru í þeirra þarfir unnið. Löggæzlu-
menn þustu þá og til, og hjer var Stellmacher tekinn höndum.
Bæði i Vín og Buda-Pest varð fólkinu mjög órótt við þau
morðtíðindi, sem gerðust, en við þau bættust önnur fáheyrðari
sem þegar nokkuð skal frá greint. I báðum borgunum var mikið
um handtökur og innsetningar þrjá fyrstu mánuði ársins, og
þó margir væru saklausir í tölu þeirra sem höndlaðir voru,
komst hitt upp um fjölda manna að þeir voru við samsæri og
byltingaráð riðnir. þetta vottaðist betur síðar, er samtök nokk-
urra ungra manna uppgötvuðust, sem vildu hefna þeirra Stell-
machers. Af öllum sögnum má ráða, að þriðji illræðismaður-
inn, eða «hinn ókenndi» hafi komizt undan, og líkast haft
með sjer ránfeng þeirra, «Fáheyrðu» tíðindin voru svo vaxin,
að maður var kandtekinn i byrjun ársins, Hugo Schenk að
nafni, og sakaður um morð ungrar stúlku (þjónustumeyjar).
Morðið gat hann ekki af sjer borið, en það komst upp við
rannsóknirnar, að hann hafði fyrir komið þremur stúlkum öðr-
um, og ginnt þær með bónorði og ástaratlotum, þó hann væri
kvongaður sjálfur. Hann kaus þær helzt til stillis, sem voru
af eigi háfum stigum — þó annara væri og freistað — og
höfðu erft peninga eða þá áttu i drjúgara lagi í sparisjóðum
eða bönkum, og voru ættingjum sinum lítt háðar, Fleirum
hafði hann sömu för ætlað, og ymsar tilraunir fórust fyrir eða