Skírnir - 01.01.1885, Side 123
AUSTTJRRÍKI OG UNGYERJALAND.
125
stofnaði blaðið «Ostdeutsche Post,» sem siðar varð höfuðblað
hinna þýzku frelsisvina í Austurríki, en stóð um leið í gegn
kröfum hinna slafnesku þjóðflokka. Hann var fulltrúi á sam-
bandsþinginu í Frakkafurðu, sællar minningar, varði ávallt hið
þýzka allsherjarsamband og öndvegishald Austurríkis. Við
málalokin 1866 gaf hann upp blaðastörfin. — 18. júlí dó Fer-
dinand v. Hochstetter, ágætur náttúrufræðingur sjerílagi í
steina- og jarðlaga-fræði, og prófessor i þeim visindum við
Vínarháskólann. Hann var meðal fræðimanna á freigátunni
Novara, sem sigldi umhverfis jörðina 1857—60, og hafði úr
þeirri ferð fengmikil og auðug söfn frá ymsum löndum, einkum
frá Nýja Sjálandi og öðrum eyjum í Kyrrahafinu. þvi hefir
hann öllu lýst í ágætum og stórkostlegum lýsingaritum, sem
eptir hann liggja, auk fleiri rita í hans fræðum. Hann varð að
eins 55 ára gamall. — B. október dó Hans Makart, einn
hinn ágætasti og frægasti uppdráttameistari vorra tíma (f. í
Salzburg 28. maí 1840). Eptir hann er fjöldi snilldarverka, og
skal af þeim nefna «Ledu með álptina,» «Kleópötru» og «Inn-
reið Karls 5ta í Antwerpen,» auk margra ’fleiri, öll stórkostleg
og með fádæma litskrauti eða litatöfrum, ef svo mætti að
orði kveða.
Rússlan d.
Efniságrip: Horfið til stórveldanna. — Framsóknir i Miðasíu. —
Um samsærisflokka. — Alslafavinir. — Herafli. — Mannalát.
Um horf Rússlands til stórveldanna á meginlandinu þarf
«Skírnir» ekki að fara fleirum orðum, en hjer má visa til þess
sem á undan er á vikið i þáttunum frá þýzkalandi og Austur-
riki. Ferðir v. Giers—utanrikisráðherra eða kansellera Rússa-
keisara — til Vínar og Warzín (til Bismarcks), sendiboðaskiptin
i Berlín, er Orloíf vin Bismarcks tók við erindarekstrinum,