Skírnir - 01.01.1885, Síða 124
126
KUSSLAND.
sæmdasending Michaels stórfursta til Berlínar — allt þetta
vottaði og efldi nýjan samdrátt með fornum vinum, Rússum
og þjóðverjum, og var undanfari þess er siðar gerðist í
Skiernevice, og fyr er frá sagt. Stjóminni i Pjeturshorg hefir
þótt því meira undir, að tryggja Rússlandi velvild og vináttu
beggja keisaraveldanna, er hún hefir í mörg ár haft það fyrir
stafni í Asiu, sem hún vissi að til misklíða eða fjandskapar
hlaut að draga við England, það stórveldi annað, sem mest á
í húfi þar eystra. Dragi hjer til ófriðar, þá vita Rússar, að
þeir fá ærið að vinna, þó eigi þyrfti við fleirum að sjá.
þegar talað er um landvinningar Rússa í Asíu, hafa menn
helzt í huga hernaðarafrek þeirra í Miðasíu, í löndum Turlcest-
ans hins vestra á 30 árunum síðustu, og er við þetta opt komið
í fyrirfarandi árgöngum þessa rits. Löndin byggja Múhameds-
trúarþjóðir, margar miður enn hálfsiðaðar, og sumar án byggða-
festu eða á reiki. Mörg eða flest þeirra landa eru frjófsöm og
kostamikil — þó öræfi sje fyrir á mörgum stöðum —, en öll
illa nýtt og ræktuð, sem nærri má geta. þó Rússar standi
að þjóðmenningu til á baki annara Evrópuþjóða, munu þeir
menn hafa rjett að mæla, sem segja, að löndin sje í beztu
hendur komin, og að þeim þjóðum mundu fáir betur henta enn
Rússar. þeir eru góðir grjótpálar á þeim slóðum. Rússar
eða kósakkar þeirra, sem þar taka bólfestu, hirða lítt um fág-
aða siði, og hvað trú eða tízkur og hugsunarhætti snertir, er
embættismönnum boðið að sýna sem mest umburðarlyndi, vera
hjer um ekkert hörundsárir og láta sem flest liggja milli hluta.
Allt um það geta hinir ótal mart nýtt og gott af Rússum
numið, og þegar þeir verða við það að kannast, sem þeim
hefir að góðu gagni komið og gert þeim lífið mun betur við
unandi, þá kemur hlýðnin og undirgefnin af sjálfu sjer. það
er og eitt, sem gerir Rússa vinsæla, að þeir hlifa þarbornum
mönnum meir við álögum, enn bólfestufólki frá Rússlandi
sjálfu. Túrkomenar greiða í skatt 1 lU rúflu fyrir hvern mann
á heimili, en hinir 8. Landstjórnin fer öll fram á hermanna
vísu, allir embættismenn í hermannabúningum og sverðum
gyrtir. því kunna landsbyggjar bezt. En höfðingjum þeirra