Skírnir - 01.01.1885, Page 125
RUSSLAND
127
þeirra býður Zarinn til hátíða, t. d. krýningarinnar i Moskófu.
Hann tekur þeim með mildi og blíðu, þeir sjá þá dýrð hans
og veldi, og fara heim fullir af fögnuði og lotningu. Rússar
hafa sótt rösklega til landa í Asiu, bæði á miðbiki 'hennar og
austurfrá við Amúrá. 1865—67 komust þeir yfir Tashkend,
1868 Bokhara, 1873 Khíva, 1875 Kókand, en 1881 vann
Skóbeleff Geok Tepe, borg Teke-Turkomena eptir harðar
hríðir og mannskæðar, og mest allt land þeirra siðar. Nokkrir
af borgar- og hjeraðsmönnum flúðu til þjóðfrænda sinna í Merv,
bólstað og landi milli öræfa, er svo heitir. Landið segja
menn á stærð við Danmörk, frjófsamt og beztu kostum búið,
og hjer hefir verið miðstöð mikils ríkis, er Tyrkjasoldánar af
Seldsjúkaættinni áttu hjer aðsetursborg sína. Sumir segja, að
það frjófgunarpetti byggi hálf millíón manna. Hjeðan er
skammt til Afganalands og suður til Herats. Rússar ljetu
þetta land í friði, fyrir þá sök, segja menn, að þeir vildu ekki
gera Englendingum bilt og vekja tortryggni þeirra. En þeir
þurftu heldur ekki eptir því að sækja, sem til þeirra kom að
fyrra bragði. I febrúarmánuði i fyrra bárust þau tíðindi, að
Mervbyggjar hefðu af sjálfsdáðum gengið Rússakeisara á hönd,
og beizt skjólstæðis undir hans verndarvæng. A slíku var bágt
að hafa, þó marga grunaði, að hjer mundi eitthvað meira á
undan bafa farið af Rússa hálfu, enn góð ráð og hollræðislegar
fyrirtölur. Síðar heyrðist, að Sarakhs, bær og land nokkru
vestar, væri komið innan endimerkja Rússa þar eystra, og
þangað skyldi járnbraut þeirra lengd frá Kaspiska hafinu. Eng-
lendingar 'hafa lengi vitað á sig veðrið, en nú varð þeim felmt
við, og því máttu þeir spyrja, hvar staðar skyldi nema. Rússar
voru komnir { nástöð við Herat og Afganaland, en við atfar-
irnar á því landi, var það viðkvæði Beaconsfields lávarðar, að
England tæki þá vörð og gæzlu á portum Indlands, og ætlaði
sjer henni aldri að sleppa. |>eim Gladstone og ráðanautum
hans af Viggaliði hefir annað litizt, og heir halda, að öllu
verði heim ekið, ef þeim semst við Rússa um landamerki milli
landeigna þeirra (að norðan) og Afganalands. En Tórýmönnum
og flestum á meginlandi álfu vorrar þykir þó vant að sjá, að