Skírnir - 01.01.1885, Page 126
128
RÚSSLAND.
þeim Gladstone vinnist annað á, enn fresta því um stund sem
fram verði að koma, ef Englendingar vilja eða þykjast þurfa
að stöðva Rússa á framsókn sinni í Asíu og teppa þeim leiðir
suður að stöðvum við Persaflóa eða Indlandshaf. Svo er litið
á undanlát Gladstones í deilunni síðustu, sem næsti «Skirnir»
verður nánara frá að segja.
það er nú almanna mál, að níhílistar (gjöreyðendur og
morðræðamenn) sje í þá lcreppu komnir á Rússlandi, að þeir
geti hjer engum vjelum framar við komið, og umliðið ár hefir
ekki hið minnsta á þeim bært. En hjer er að athuga, að vel
er vakað yfir, að sem fæst berist út fyrir takmörk Rússlands,
þó atburðir verði, en það þvi hægra, sem samsæraflokkurinn
þynnist meir og meir. I byrjun marzmánaðar bárust þó fregnir
af handtöku þriggja manna í Pjetursborg af þvi liði.#) Undir
eins og eitthvað er um einhverja kvisað, er skjótt að undið,
og þeir þegar keyrðir í dýflissu, sem fyrir grun verða. Allt
um það hafa varðenglar keisarans sömu gætur á lífi hans, sem
að undanförnu. Höll hans umhorfin þreföldum varðaröðum,
og ef hann ekur um stræti, eru verðir settir á allar hliðar og
hjá öllum húsadyrum. það má um hann segja, að hann sje
sífellt i skjaldborg haldinn, en hún þó þjettust, þegar hann
ferðast á aðra staði og til annara borga. Svo var orð gert af
i sumar, þegar hann ferðaðist til Póllands og fundarins i
Skiernevice, og áður hann lagði af stað, voru allar járnbrautir
rannsakaðar og allt undir búið í Varsjöfu og annarstaðar til
varða og gæzlu. — Á eitt níhilistamálið komust dómslyktir í
haust eð var. Hjer voru 14 sakaðir, bæði karlar — foringjar
*) Um óróa og ískyggileg samtök stúdenta við háskólana rússnesku heúr
orðið tíðara á seinni árum, og er þess stundum getið í «Skírni.» I
haust þótti meira vera í efni enn lyr, og menn vita, að rannsóknir
fóru fram í flestum háskólum, og þar af leiðandi innsetningar og
dómar, sem fæstir vita deili á aðrir enn umboðsmenn stjórnarinnar og
þeir sem af þeirn bíða hneysu og harma, En í útlendum blöðum var
svo á þeim atburðum tekið, að hjer, hafi fundizt teiningur af sömu
rót, sem samsæri níhílista eru upp af sprottin. Rótin er þorsti eptir
frelsi og hatur við allt ríkisfarið á Rússlandi.