Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 127
RÚSSLAND.
129
i hernum — og konur, sjerílagi fyrir tilraunir að breiða út
kenningar gjöreyðanda í hernum. 9 af þeim til lífláts dæmdir,
sex fyrirliðar og þrjár konur, en hinir til Síberíuvistar.
þess má geta, að blöð hinna rammrússnesku skörunga,
t. d. Aksakoffs, og Slafavina ljetu lítinn fögnuð í ljósi af keis-
aramótinu í Skiernevice, en heldur grun um, að hinir hefðu
komið hömlum á hendur Rússa, og gert Austurríki greiðara
fyrir um ráð og tiltektir á enum suðlægu löndum slafnesku
þjóðanna. I Pjetursborg hj'eldu Siafavinir — stórauðugt og
fjölskipað fjelag á Rússlandi — ársfund sinn 28. nóvember.
Fundurinn var að því leyti merkilegur og til fróðleiks fallinn,
að hjer sást, hversu mikinn þátt biskupar og yfirkjerkar Rússa
og grísku kirkjunnar i hinum slafnesku löndum eiga í sam-
drætti þeirra þjóða. A fundinum voru ekki færri enn 12 erki-
biskupar, en heilar hersveitir lægri hirða og klerka, og var með
miklu athygli og lotningu hlýtt á ræður þeirra manna, eða upp-
lestur brjefa til fundarins frá yfirhirðum i hinum syðri löndum,
t. d. Serbíu og á Bolgaralandi. 1 brjefunum kornu harma-
kvein kirkjunnar grísku um vaxandi vantrú i þeim löndum,
sem fylgdi straumunum frá Austurríki og Vesturevrópu, og um
hið herfilega villuvald kenninganna frá Rómaborg, sem krists-
munkar og aðrir hefðu með að fara. I brjefi frá rússn. pró-
fessor var minnt á, að á þessu ári skyldi þúsund ára hátið
haldin í minning þeirra Cýrillusar og Methódiusar, postul-
anna slafnesku, sem hefðu lagt stofn undir hina andlegu ein-
ing slafneskra þjóða, hvað trú og tungu snerti, *) en nú væri
sá sundrungarbragur á bæði tungum og letri, sem öllum bæri
heldur i gegn að ganga enn fylgja eða efla. Að minnsta
kosti ætti þetta að minna Slafa á, hvað á skorti til þess að
þeir allir hjeldust í hendur. A fundinum var ein al-Slafa-
kempa, Lamanski að nafni, en hann leiddi mönnum fyrir sjónir
hvað vinna þyrfti til bókmenntalegs samneytis með slafneskum
þjóðum, og taldi það fyrst, að haldá strengilega uppi trú
*) Cýrillus þýddi biblíuna á slafnesku.
Skírnir 1885.
9