Skírnir - 01.01.1885, Side 129
RÚSSLA.ND.
131
8. maí var keisaraefnið — Nikulás heitir hann — kominn
til lögaldurs, eða 16 ára, og var þá mikið um dýrðir við hirð
keisarans. þá er og hirðeyrir krónprinsanna svo aukinn, að
margir Evrópukonungar hafa ekki af meiru að taka. Af en-
um unga manni, kostum hans og menntun, er sagt allt hið
bezta, og það sama bera þeir menn sem hafa kynnst honum
hjer í Danmörk við heimsóknir foreldranna. Ætla má, að
hann sje vonarstjarna Rússa, sem fleiri prinzar þeirra hafa
verið, en hitt er eptir að vita, hverja birtu hún ber af veldis-
stóli Zartignarinnar.
Af herafla Rússa er svo sagt, að þeir haldi að staðaldri
864 þúsunda undir merkjum, sem þeir skipta á varðstöðvar
hins mikla ríkis. Af þeim halda 110 þús. vörð í Varsjöfu á
Póllandi,
Mannalát. Vjer getum tveggja manna. Annar þeirra
er Adlersberg greifi, sem dó 20. marz, elztur af öllum hers-
höfðingjum Rússa (92 ára). 1812 var hann i orrustum Rússa
við her Napoleons lsta og fjekk þá hinn bezta orðstír. Hann
var alla tíð hinn mesti trúnaðar- og traustavin Nikúláss keisara,
og þá af honum allar æztu virðingar. Hann stóð frá 1841 til
1856 fyrir póstmálum Rússa, og á að hafa gegnt því embætti
með mesta dug og til mikilla umbóta. Hinn skörungurinn var
Todtleben greifi (f. 1818). Hann fjekk mikla frægð af vörn
Sebastopóls, því það var hann, sem hafði gert nær því óvígyrtan
bæ að svo traustum, sem stózt svo lengi fyrir sókn Frakka og-
Englendinga í Krímstriðinu. f>að var lika Todtleben, sem
vann Plevna í Tyrkjastríðinu siðasta, en fyr enn hann hafði
tekið við aðalforustu fyrir her Rússa og Rúmena, vildi lítt
undan ganga. Todtleben var af borgaraætt (þýzkri), en fjekk
greifanafnið eptir afrek sín við Plevna.
jafnan um síðir, að þeir verða í livorugu bændum betri. Stundum
endar fögnuðurinn með rimmu og áflogum, einkum á mörkuðunum.