Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 130
132
Ríkin nýju á Balkanskaga.
Frá Serbíu og Montenegró vitum vjer ekkert sögulegt
að herma. Serbar komust í deilu við Bolgara um landamerki,
og erindrekar hvorra um sig voru heim kvaddir, en vjer vitum
ekki hvort þeim kryt eða hvernig konum er lokið, en af honum
hafa engi vandræðatíðindi hlotizt, og af slíku mun vart verða.
— Rúmenia er af þeim ríkjum stærst og fjölbyggðast, og höfuð-
borgina, Búkarest, byggja 240,000 manna. Ferðamönnum frá
Vesturevrópu segist svo frá, að Rúmenía sje fyrirtaksrikið þar
eystra, og að landsbúar haldi kappsamlega fram til framfara
og þjóðþrifnaðar, en að mart fari þeim enn heldur heldur kyn-
lega og viðvaningslega úr hendi. þessu má nærri geta, þar
sem allt er svo af nýju reist og stofnað, þingstjórn skipuð á
Evrópuþjóða vísu, og svo mart gróðursett í þeim jarðvegi, sem
áður var yrktur eptir austurlenzkum eða tyrkneskum háttum,
Er því ekki furða, þó hjer beri meira á göllum enn kostum,
hvað þingstjórnarfarið snertir, á þingbrösum og flokkasundrung
enn þegnhollu atfylgi í þeim málum, sem landið miklu varða.
Allt um það hafa Rúmenar yms mikilræði og þrifnaðarfyrirtæki
með höndum. Af þeim skal nefna víggyrðing höfuðborgarinnar, og
brú yfir Duná við Czernavoda. Hún verður brúa stærst í heimi,
því áin er nær því 2 mílur á breidd um háflæði. Yfir hana
á að leggja járnbraut, og tengja svo höfuðborgina við Kustendsje,
hafnar- og verzlunarborg við Svartahaf. þjóðskörungurinn
Bratianó stendur enn fyrir ráðaneyti konungs, en hann er gætinn
og ráðfastur, og verður opt að rísa öndverður við framsóknar-
eða frekjuflokki þingsins. Hann er Rússum ekki vinveittur nje
eptirlátur, og vill ekki láta þá koma meir ráðum sínum við,
enn góðu gegnir, og þessvegna segja menn, að þeir rói jafnan
undir, er mótstöðumenn Bratianós gera honum atreiðir og
vilja hrinda honum úr forstöðusessi stjórnarinnar.