Skírnir - 01.01.1885, Page 131
133
T yr kjaveldi.
Efniságrip: Soldán og stórveldin. — Dæmisaga. — Mannslát.
þó tíðindin á Egiptalandi sje í raun rjettri einn dilkurinn,
sem Austræna málið hefir dregið eptir sjer, þá hafa Tyrkjar
orðið hjer svo utanveltu, sem þeir ættu um lítið eða ekkert að
vera, og á Lundúnafundinum var sendiherra soldáns vart annað
enn atkvæðalaus áheyrandi. Að þeim fornspurðum hafa Eng-
lendingar farið sínu fram á Egiptalandi, og sama er nú um
Itali að segja, sem hafa gert leiðangur út til Rauðahafs og
farið að á strandalöndum Súdans, sem ónumin væru. Stundum
tekur soldán og stjórn hans rögg á sig, og vill smeygja af
sjer tilsjárhöptum stórveldanna. Svo var t. d. í sumar í tveim
málum; annað varðaði póstmál, hitt heilnæmisráðstafanir og
sóttvarnir, eða forstöðu þeirra mála. Tyrkjar hafa farið afar
óskilalega með allar póstsendingar, og fyrir nokkrum árum
knúðu stórveldin stjórn soldáns til að leyfa mönnum frá öðrum
Evrópulöndum að halda þar pósthús og annast um sendingar,
þar sem helzt þótti þurfa, eða við höfuðvegi til annara landa.
Við þetta vildi soldán ekki lengur una, og ljet stórveldin og
önnur riki vita, að nú skyldu öll pósthús og póstmálaumboð
seld tyrkneskum mönnum í hendur. Fyrir þetta var þvert tekið,
og ríkin vildu ekki undir því eiga, að Tyrkjum hefði farið fram
í hirðusemi eða skilvísi. Hjer var og á annað litið, sem tekið
var fram í «Times.» Allir vissu hvernig Tyrkjar fara með
hraðfrjettasendingar. þeir lofa ekki frjettalínum sínum að
fleygja öðru enn því til útlanda, sem ekki getur orðið þeim
til hneysu eða miska, en stinga því undir stól, sem þeim þykir
ekki gott til frásagnar, þó satt sje. Stórveldin sáu, hvað sök
horfði, og að erfiðara mundi um eptirlit og tilsjá á Tyrklandi,
ef póstsendingarnar yrðu teknar úr höndum hinna útlendu
manna. — Hitt var þessu likt, er stjórnin setti nýja og fleir;
tyrkneska menn í þá nefnd, sem kallast «alþjóðaráð til heil-