Skírnir - 01.01.1885, Page 132
134
TYRKJAVELDI.
brigðisráðstafana.» f>eir áttu að koma Tyrkjum hjer í meiri
hluta, en 'hjer 'fór allt á sömu leið og í hinu málinu. Enn er
þess at geta, að stórveldin hafa kúgað Tyrkja til að halda þá
sáttmálagrein, sem skyldar þá til að lengja járnbrautirnar frá
Adríanópel' og Salonikí til landamæra Bolgaralands og Serbíu.
þegar þrefað var um heilbrigðisráðið, kom grein í Vmar-
blaðið «Ncue jrexe Presse,» og þar Tyrkjum ráðið til að lægja
seglin og sjá að sjer. þar var minnt á austurlenzka þjóðsögu
eða dæmisögu um ferðamann, sem flýði undan tígrisdýri, en
fjell í brunn á flóttanum. I barmi brunnsins innan var berja-
runnur, og í hann þreif maðurinn í fallinu og náði haldi. Hjer
sveif hann milli heims og heljar, en á barminum uppi sá hann
dýrið standa, bíðandi bráðar, og þegar hann leit niður fyrir
sig, sá hann dreka færast að sjer að neðan úr djúpinu. Allt
ekki enn kannað. Hann hugar betur að runninum, og hjer gefur
tvennt að líta. Tvær mýs, önnur hvít, hin svört, naga rætur
runnsins, og slitna hlýtur það allt sem heldur innan skamms
tíma. En hann er sætum og bergilegum berjum vaxinn, og
nú gleymir maðurinn öllu, tekur til að tína berin, etur sem
áfergjulegast og lætur þar nótt sem nemur. Dæmisagan svo
þýdd: Soldán og ríki hans er ferðamaðurinn, lætur allt i
sukk og munað ganga og hirðir eigi, hvar lendir. England er
tígrisdýrið, Rússland drekinn. í berjúnum er dul og dramb,
en græðgin blinda svalar sjer á heljarþremi. Mýsnar eru
stjórnvitringar Evrópu, og hversu vel sem þeir þykjast fyrir
hyggja, verða ráð þeirra ekki til annars enn slíta taug af taug
þess runns, sem Soldán og ríki hans hefir lafað í.
Mannslát. I fyrra í miðjum maimánuði dó Midhat
pasja (f. 1825), sem lengi þótti vera fyrirtaksskörungur meðal
þeirra manna, sem með stjórn hafa farið á Tyrklandi, hvort
heldur var í ráðaneyti soldáns og fyrir því í Miklagarði eða i
skattlöndum hans í Evrópu og Asiu. Mithad vildi semja sem
mest stjórn og lagabætur eptir háttum Evrópumanna, en hafði
kynnt sjer svo mart á ferðum í Evrópu, sem hann sá að
Tyrkjar gátu ekki án verið. En þar fór hann lengra enn skyldi>
er hann bjó þingstjórnarskipun til (1876), því allir vissu, að