Skírnir - 01.01.1885, Side 133
TYKK J AVELDI.
135
sá stakkur mundi aldri fara vel á ríki Tyrkjasoldáns. Hjer
reisti hann sjer lika hurðarás um öxl, því marghnéyxlaðir voru
gamal-Tyrkjarnir áður á honum og hans tiltektum, en nú urðu
þeir svo ærir, að honum varð ekki lengur vært við stjórnina.
Hann hafði átt mestan þátt að, er völdin voru tekin af Abdúl
Azíz fyrir vitfirringar sakir, og seld Abdúl Hamid i hendur.
Soldáni þótti nóg um sjálfum, hve mjög lofi Mithads var á
lopt haldið á Tyrklandi og i öðrum löndum, og fyrir róg og
öfundar sakir varð hann að fara i útlegð. Siðar áttu Eng-
iendingar hlut að máli, að hann var settur til landstjórnar á
Serldandi (1878—79), en áður hann varði, var honum boðið
að setjast að í Smyrnu, og 1881 var hann hafður fyrir sök
um morð Abdúl Azíz, og til lífiáts dæmdur, sbr. «Skírni»
1881 og 1882. Lífinu hjelt hann, og var honum til vistar vísað
í Taif i grennd við Mekka i Arabiu. Hjer ól hann aldurinn
það eptir var daganna.
Gr ikkland,
Efniságrip; J>ingflokkabarátta og fl. — þjóðhátíðarhald. — Járnbrautir.
A Grikklandi beitast þingfiokkar þeim brögðum og sækja
svo langt i kergjuáttina, að dæmi finnast vart til í öðrum lönd-
um, en hinu þarf ekki við að bæta. að baráttan er um völdin,
stjórnarsætin og embættin, sjaldnast um málin sjálf, eða hvernig
þau lita til gagns og þarfa landsins, þó slíku sje ávallt veifað.
Næst Komunduros sál. er Tríkúpis nýtasti stjórnskörungur, sem
Grikkir hafa átt. Hann hefir haldið lengur á stjórnartaum-
unum — eða i þrjú ár, áður enn hann varð að víkja (í vor
þ. á.) — enn stjórnarforsetar Grikkjakonungs eiga við að venj-
ast. Hann hefir haft mörg þrifnaðarráð með höndum, vega-
bætur um allt ríkið, járnbrautir, skipgenga skurði og svo frv.,
en komið fjárhag rikisins — og það var vandinn mestur — í