Skírnir - 01.01.1885, Page 134
136
GRIKKLAND.
það regluhorf, sem aldri hefir átt sjer fyr stað á Grikklandi.
Hann hefir reyndar orðið að auka tekjurnar með álögum, og
komið þeim úr 50 millíónum franka upp í 72 mill. I fyrra vor
lagði hann þau nýmæli fyrir þingið, að ríkið skyldi fá einokun
á sölu spila, steinoliu og eldspýtna. A móti þessu og öðrum
uppástungum var hart risið. Fyrir mótstöðufiokkinum var
Delyannis (nú fyrir stjórnarráðinu), ákaflyndur maður, ræðu-
garpur hinn mesti, en talinn miður hlutvandur, þar sem brögð-
um og flokkakappi skal beita. Stjórnin hafði þá að vísu góðan
fylgisafla á þinginu, en Delyannis gerði henni það bragð hvað
eptir annað, að kveðja lið sitt á burt með sjer út úr þingsaln-
um, að eigi yrði atkvæðafært. I þessu stappi stóð lengi, en
um síðir brast samheldið svo í hans liði, að það gekk flest
fram, sem stjórnin hafði upp borið. Við kosningarnar nýju í
vor (þ. á.) hlaut mótstöðuflokkur Tríkúpis aflann meiri, eða
sem borizt hefir 40 atkvæða yfirburði, og við það sagði hann þegar
af sjer, en það er sagt, að konungur tæki hálfnauðugur við ráð-
herraskiptunum.
25. marz hafa Grikkir fyrir þjóðhátiðardag, og var hann í
fyrra vor haldinn með dýrðlegu og minnilegu móti. Aþenu-
menn höfðu efnað til sýningar í höfuðsal íjölmenntaskólans, og
voru þar sýndir minningargripir frá frelsisstríði þeirra, vopn,
merki og aðrir munir. Hingað gekk konungur með drottningu
sinni og börnum, og flutti prófessor í söguvísindum, Paparigo-
pulos að nafni, snjalla og hjartnæma tölu, og vjek helzt orð-
um að, hve mjög svo helgir dómar, sem hjer voru saman komnir,
hlytu að glæða þjóðrækni Grikkja og þakkir til þeirra manna,
sem hefðu barizt þjóðinni til lausnar og frelsis. Ræðunni var
til konungs snúið, og svaraði hann henni í lipru og fögru er-
indi. Um kvelðið mikil veizla hjá konungi, og boðið til 102
gestum. þá bar gamlan mann að hallardyrum og beiddist inn-
göngu. Hann hjet Dervenagas, og hafði verið í bardögum
Grikkja í frelsisstriðinu. Honum var vísað til fylgiliða konungs.
Foringinn mælti: «þú ert ekki á boðsmannalistanum, góði vin!»
— «það skiptir engu,» sagði karl, «jeg er gamall hermaður og
hefi barizt fyrir frelsi landa minna, ætla því að jeg eigi sæti