Skírnir - 01.01.1885, Síða 135
GRIKKLAND.
137
skilið við borð kóngsins míns.» Foringinn gelck þá inn til
konungs og sagði honum orð karls. Konungur svaraði: «Lát-
um gamla manninn koma inn og segðu hann velkominn!»
Karl ljet ekki eptir sjer biða, og var honum visað til sætis.
meðal boðsmanna.
Grikkir hafa margar járnbrautir í takinu, og í þessalíu
vígði konungur hina fyrstu á þessu nýfengna landi i miðjum
maímánuði. Hún er lögð frá Vóló til Larissu, og er 9 mílur
á lengd, en svo er til ætlazt, að járnbrautir verði lagðar á
þessalíu um vegalengd 22 milna innan útgöngu þessa árs.
Ein af höfuðbrautum á Grikklandi verður braut frá Pireus og
til Patras (við Lepantóflóann), eða ^m 33 milur.
Danmörk.
Efniságrip: Hvar komið er. — Af þingi. — «Evangeliskur» fundui.
— Aðrir fundir. — Holbergshátíð. — Grundvallarlagahátíð. — Jóhann
Sverdrúp i Kaupmannahöfn. — Sósíalistar frá útlöndum. — Hallarbruni. —
Ferðir lconungs, drottningar og krónprinsins. — Uppskera ; veizlunarfloti;
aðfluttar vörur og útfluttar. — Mannalát,
«Sörensen er seigur, yfirburða seigur!» þetta var orðtak
um Dani hjer á árunum, og mun lengi við þá loða. I and-
legum streitum eru þeir ekki áhlaupagarpar, en seiglast — eins
og við líkamavinnuna — þæfa í móinn og þola þófið. En þóf
getur gengið «úr hófi,» eins og Skarphjeðinn sagði, og svo
virðist mega segja um þingdeilu Dana, þófið um rjettan skiln-
ing á grundvallarlögunum. það hefir nú staðið ár eptir ár
síðan 1876, og leilturinn hefir borizt af þinginu út um allt
land. Árið umliðna hefir hann harðnað heldur, og nú mætti
honum likja við brákunarstreitu, og að henni hafa «hægri
hönd» og «vinstri» hert sig svo, að það ætlar i sundur að ganga,
sem þeirra er i millum og þær halda í. Grundvallarlögin eru