Skírnir - 01.01.1885, Page 136
138
DANMÖRK.
að slitna í brákinni. Báðir flokkar vita, að hætta laganna er
hætta frelsisins, en báðir segjast þeir frelsið elska, vilja fyrir
frelsið allt vinna, þeir ljóða og syngja um frelið, ræða og prje-
dika út af frelsi, heita á goð frelsisins — og svo berjast þeir.
J>eir segja báðir, að nú skuli til skarar skríða, og stjórnin og
hægri liðar hafa nú höggið hátt reitt, er þeir hafa tekið til 1
valdboðinna fjárhagslaga. «Hinir reiddu fyr,» segja þeir, «er
þeir byrjuðu á «visnunarpólitíkinni,» og^höfðu hana í frammi við
fjárhagslögin.» 1 því er nokkuð hæft, en hvernig frelsið á að
sigrast, ef hægri menn vinna leikinn, það þykir þó flestum
vant að skilja. — «Ef þeir vinna?» — f>eir hafa í rauninni
þegar unnið slikt, er þeir gátu vænzt. Svo mætti líka að kveða.
Grundvallarlögin liggja í lamasessi, og frelsinu kæra eru hægri
menn að koma í vögguna gömlu, ruggu konungsvaldsins, fóget-
anna og herramannanna — og svo ætla þeir að vagga, raulandi
«kurriró ! kurriró!» En króginn mun vart sofna, fyrir hávaða
vinstrimanna. f>að verða þó þeir, sem koma honum aptur úr
vöggunni, koma frelsinu aptur á fætur, og til þeirrar baráttu
og þeirra úrslita munu flestir lesendur þessa rits óska þeim
góðrar hamingju. Ef eigi með áhlaupunum, þá með seigl-
unni.
Vjer viljum ekki þreyta neinna manna þolinmæði með þvi
að greina frá lúastreitu þingsins árið sem leið Setið yfir mál-
um í 8 mánuði — og eptir allt saman voru það ekki fleiri
enn 7 nýmæli, sem náðu fram að ganga auk fjárhagslaganna.
f>au öll ómerkileg utan ein, lög um nýja stofnan á Fjóni fyrir
geðveikt og vitstola fólk, sem ríkið hjet að taka að sjer, ásamt
öðrum samkynja spítölum í Danmörku, að Bistrúpsspitalanum
(Kaupmannahafnar) frá töldum. Til hans þó nokkru framlagi
heitið. Eptir fjárhagslögunum voru tekjurnar reiknaðar á
53,578,743 kr. 29 aura, útgjöldin á 51,631,698 kr. 63 aura.
Ur útgjöldunum dró fólksþingið 5,635,000 kr., eða þarumbil.
f>ó tvær grímur rynnu á marga í landsþinginu, og þá fýsti að
etja kappi við hina deildina, ljetu þeir það hjá liða í þetta
skipti, og má vera, að þeim hafi þótt ráðlegast að sjá fyrst,
hver umskiptin yrðu við kosningar sem þá fóru í hönd. Til