Skírnir - 01.01.1885, Side 137
DANMÖRK.
139
þeirra var gengið 25. júni, og er þar skjótast frá að segja, að
kjörsigur vinstrimanna fór yfir það langt fram, sem fyr hafði
átt sjer stað og þeir jafnvel sjálfir höfðu við búizt. það ný-
stárlegasta við þann sigur var það, að eigi færri enn fjórir —
meðal þeirra Goos prófessor og Rimestad — voru hraktir úr
fulltrúasætum fyrir Kaupmannahöfn, en hitt eigi miður, að 2 af
forsprökkum sósíalista — Holm og Hördum — lcomust í þing-
mannatölu. Eptir kosningarnar stóðu ekki fleiri þingmenn i
fólksdeildinni enn 20 undir merkjum stjórnarinnar. Vjer höf-
um þegar nefnt málalokin á því þingi, sem gekk til starfa 6.
októker, en verðum að skjóta því til höfundar næsta «Skirnis»,
hvað honum lízt fleira af því frásagnarvert.
Vjer hefðum átt auk læknafundarins að geta meðal al-
þjóðamóta annars fundar í Kaupmannahöfn. það var sá fundur,
sem nefndist «hinn evangeliski» og stóð frá 30. ágúst til 6.
september. Fyrir honum hafði gengizt það fjelag, sem heitir
«Hið evangeliska samband», stofnað fyrir 40 árum á Englandi
og Skotlandi, af guðfræðingum, klerkum og fleiri guðhræddum og
vandlátum mönnum. Tilgangur þess var og er að draga menn
saman úr höfuðgreinum prótestantakirkjunnar til samvinnu og
samverknaðar að þvi lýtur að kirkjulegum tilskipunum, kristi-
' legri uppfræðingu og kennslu klerka, kristniboði, kristilegri til-
sjón, umvöndun og áminningum í söfnuðunum, samþýðing mis-
munandi trúgreina, kærleiksverkum og líknarathöfnum kristilegra
fjelaga, og svo frv. Hjer komu frá útlöndum margir nafn-
kenndir menn bæði að lærdómi og kennimennsku. Vjer nefn-
um Christlieb prófessor í Bonn, Theodore Monod, Jean Monod
(prófessor), guðfræðinginn Godet, þýðanda nýjatestamentisins,
Marshall Long (frá Glasgow), Philip Schaff (frá Newyork),
aulc margra fleiri, Kalkar doktor (í Kmþ.) var forseti fundar-
ins. Hjer var við fleiru hreift enn rúm eða timi er til að
greina, en minnast má á skýrslu Christliebs urn kirkjurækni
fólks í stórborgunum, eða rjettara mælt um hirðuleysi þess um
kirkjusókn og trúarefni, og hvernig það hefir farið í vöxt á
þessari öld. Hann sagði svo mundi rjett talið: í Lundúnum
hafa 1,200,000 af 4 millíónum aldri verið innan kirkjudyra, af