Skírnir - 01.01.1885, Síða 138
140
DANMÖRK.
700,000 í Glasgow sækja ekki fleiri kirkju enn hjerumbil
112,000, í Hamborg vart fleiri að staðaldri enn 5000 af
400,000 og i Berlín ekki fleiri enn 20,000 af 1,200,000. Hann
sagði, að sveitirnar á f>ýzkalandi bættu ekki stórum um, og
svo mætti kalla, að höfgi væri fallinn á trúarlíf fólksins á f>ýzka-
landi, en hjer kepptust bæði rit og blöð að efla trúleysi og
guðsafneitun. I hinum kaþólsku löndum laða að vísu messu-
gjörð og kirkjusiðir fólkið betur að kirkjunum, sem hvorttveggja
þar er vaxið, enn í löndum prótestanta, en hjer fer líka guð-
rækninni hnignandi, einkum i hinum stóru borgum, og óhætt að
segja, að hver verkmaður eða iðnaðarmaður sje i París fríhyggj-
andi eða guðlaus. — f>ess má geta um þenna fund, að Grundt-
vigssinnar drógu sig heldur i hlje, en 87 danskir prestar —
flestir af Grundtvigs liði — sendu fundarmönnum bróðurlegt
ávarp, þar sem þeir bentu á, hvað þeim þótti áfátt við «hið
evangeliska samband.» Áð því er höf. «Skirnis» gat næst
komizt, kváðu þeir sambandið vanta þann einfalda einingar-
stofn játningar og trúar, sem nauðsynlegur væri til að leiða
saman hjarðir Guðs kirkju, en hann væri skirnarsáttmálinn og
innsetningarorðin. Hjer og í faðirvori yrðu allir að mætast.
I höfuðborginni voru margir aðrir fundir haldnir, sumpart
af dönskum mönnum eingöngu, og þá annaðhvort til afmælis-
minningar fjelaga, skóla, og svo frv., eða til umþingunar um
atvinnumál eða einhvern fjelagasamverknað, sumpart af rnönn-
um frá öllum norðurlöndum, og slíkir voru t. d. fundir tann-
lækna og bókasala.
Af minningarhátiðum var Holbergshátíðin hin markverðasta
og minnilegasta, haldin á fæðingardag hans, 8. desember
(1684). Höfuðhátíðin stóð á hátiðarsal háskólans. Minningar-
ræðuna hjelt Holm prófessor (i sagnavísindum). Hann minntist
fyrst á ástand tímanna, á andlegt aldarfar í Danmörk á dögum
Holbergs, á einveldi latínunnar og guðfræðinnar við háskólann,
á sjervizku og sjergæðingskap hinna lærðu manna og prófessor-
anna, á dispútazíurnar andlausu og allan annan hjegóma og
óþjóðlegt skrum, sem hefði fengið svo góða ráðningu hláturs
og hæðni í leikritum Holbergs og öðrum hans bókum. Hann