Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 139
DANMÖRK.
141
talaði og um ástand leikmenntarinnar á þeim tímum, þar
,sem ekki naut annars við, enn gorgeirsmælgi, tilgerðar og
skripaláta i sjónarleikum þýzkra aðkomutrúða. Að þvi hefir
Holberg gert maklega gys í «Vlysses von IUiacia». Síðan er
mesti partur ræðunnar um skörungskap og snilld Holbergs, um
fordildarleysi hans og skynsemi, utn frelsistefnu hans í trúar-
efnum og þegnlegum málum, um rjettdæmi hans og rjettsýni í
söguritum, og um þá þjóðrækniskosti hans, sem hafa komið
•dönsku máli og dönskum bókmenntum á framfæri. Hann eigi
því skilið að kallast «faðir danskra (og norskra) bókmennta».
Holm minntist i niðurlagi ræðunnar á orð Holbergs á banaleg-
unni, er læknirinn hafði sagt honum, að dauðans væri skammt
að bíða: «mjer er það nóg huggun, að jeg alla stund hefi kapp-
kostað að vera ættlandi minu nýtur borgari, og því er rnjer nú
ljúft að deyja, en jeg kenni þess lika, að kraptar sálarinnar eru
á förum». — Hátíðarsönginn hafði kveðið Chr. Richardt, og
var hann bæði íagur og efnismikill, en lagið eptir ljóðlagasnill-
inginn J. P. Hartmann. Onnur höfuðhátíðin var í Sórey, en
til Sóreyjar skóla hafði Holberg gefið allar eignir sínar. Há-
tíðarhöld voru og höfð þann dag nálega í öllum borgum i
Danmörk, og öll leikhús í Kaupmannahöfn og víðar hjeldu
minninguna með sjerlegri viðhöfn og Holbergsleikum, og i kon-
ungsleikhúsinu skemmtu menn sjer við fleiri þeirra i íjóra daga
í hrífu. Minningarhátíðir voru og haldnar við háskólana i
Noregi og Sviþjóð og í öllum meiri borgum og vísindafjelög-
um beggja landanna. Af sama sagt frá öðrum löndum og
borgum í Evrópu, t. d. á þýzkalandi og Frakklandi, einkum
þaðan, sem menn frá norðurlöndum eiga bólfestu eða vistir.
Hin árlega minning grundvallarlaganna var haldin með
kappsamlegri tilsókn og við meira íjölmenni enn vandi er til
á flestum stöðum, og í Kaupmannahöfn sem til stóð, í þrennu
lagi, af hægrimönnum, frelsisliðum og sósíalistum. Hinum síð-
astnefndu fylgdi allur verkmanna- og iðnaðarlýður, enda stóð
mest lið undir þeirra merkjum. Bæði í höfuðborginni og ann-
arstaðar voru hátíðarmótin ekki annað enn undirbúningafundir
undir kosningarnar, og það voru miður fagnaðaróp og um-