Skírnir - 01.01.1885, Page 140
142
DANMÖRK.
mæli sem hljómuðu í söngum og ræðum,- enn húskarlahvatir
og eggjunarorð. Menn gátu heyrt, að í alla var kominn
glímuskjálfti, og þó voru þá 20 dagar eptir til kosninganna.
Skýrmæltastir og skorinorðastir voru forustumenn sósíalista. A
móti þeirra úti í «dýragarðinum» sagði Hördum hreint og
beint í niðurlagi ræðu sinnar, að mart væri líkt með skyldum,
þar sem hægrimenn væru og frelsisvinir, og munurinn væri, að
þar sem hinir fyrri kærðu sig eingöngu um Estrúp og ráða-
neytið, alls ekki um grundvallarlögin, þá vildu hinir halda
sneplunum saman, sem eptir væru af þeim, og færa þau aptur
í lag. jbess vegna vildu sósíalistar leggja lið sitt við lið frelsis-
manna til kosninganna í þetta skipti. Öðru kynni að
gegna, þegar menn þyrftu ekki lengur að bola Estúpsliðum
frá þingsætunum, og setja þar lýðvaldsvini i þeirra stað. Með
því móti kann þó bandalagið að eiga sjer enn nokkurn
aldur.
Jóhann Sverdrúp, stjórnarforseti Norðmanna, kom í byrjun
ágústmánaðar til Kaupmannahafnar (úr kynnisferð á Jótlandi),
og tóku allir vinstrimenn á móti honum með miklum virktum
og fögnuði. Hægrimönnum var hann enginn feginsgestur, sem
nærri má geta, en hitt mundi mörgum þykja ótrúlegt, að þeir
og blöð þeirra skyldu ekki stilla sig, en gera gys og láta flim
fjúka um annan eins mann og Sverdrúþ er. Að vísu þykjast þeir
eiga «svá til varit of menn», þó vant sje að sjá, hvar þeir skör-
ungar sitja, en hitt mega bæði hægri og vinstri menn jafnt
vita — og báðir flokkar segjast frelsið elska —, að dönskum
skörungum má ekki fyr við Sverdrúp jafna, enn þeir hafa unnið
áþekkt fyrir frelsi og framfarir þjóðar sinnar, og hann hefir af-
rekað í Noregi. 6. ágúst er afmælisdagur Sverdrúps, og gerðu
forustumenn frelsisvina, þingmenn og fleiri, hann að hátið, sem
þeir hjeldu honum úti við Eyrarsund á lysti- og veitingagarð-
inum Skodsborg. Meðal þeirra, sem sendu Sverdrúp hamingju
óskir og virðingarávarp voru íslendingar í Kaupmannahöfn, og
fengu þeir daginn á eptir eiginhandarbrjef frá honum, þar sem
hann, auk fagurorðaðra þakka, óskaði þjóð vorri allrar ham-
ingju og þrifnaðar.