Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 143
DANMÖRK.
145
og, ef oss minnir rjett, mun hún hafa fengið heit fyrir hjerum-
bil 400,000 króna. Sumu'rn hinum meiri gjöfuro skipt á 5 ár.
Til þess að bregða ekki af venju, skal þess getið um ferðir
konungs, drottningar og krónprinsins, að þessar voru farnar:
I maí sóttu konungur og drottning brúðkaup dóttur Friðriks
landgreifa af Hessen (bróður Louise drottningar), og hittu í
þeirri ferð dóttur sína, keisaradrottninguna rússnesku. I júlí
heimsóttu þau mág sinn, hertogann af Kumberlandi í Gmunden,
og þaðan kom drottningin heim aptur 31. s. m. (konungur fyr)
með syni sínum Georg konungi, drottningu hans og tveimur
sonum þeirra. 1 október fóru þau konungur vor og drottn-
ing aptur til þýzkalands (Philipsruhe) og voru við útför land-
greifans, sem fyr er nefndur. I nóvember heimsóttu þau krón-
prinsinn og kona hans systur og mág í Gmunden.
Uppskeran árið sem leið talin miður enn í meðallagi, og
þó urðu kornvörur Dana í lægra verði, enn þær höfðu verið í
9 ár á undan, og munu því hafa valdið aðflutningarnir mildu
frá Norðurameríku. Árið á undan höfðu Danir flutt ómalað
korn út fyrir 15 mill. króna, en inn var flutt fyrir 30. •— Við
útgöngu ársins 1883 áttu Danir í verzlunar- og flutningaflota
sínum 3115 skipa, gufuskip og seglskip saman talin. Tunnu-
lestatalan 266,386. Á því ári hafði seglskipum fjölgað um 28,
gufuskipum um 19. þó voru þá seglskip 96 skipum færri enn
1879, en hin 66 fleiri. Lestatala gufuskipanna aukin frá 1879
um 32,243. Um muninn á verðsupphæð hins aðflutta og út-
flu(tta varnings i Danmörk á árunum 1879—83 er þessi skýrsla:
aðflutt fyrir útflutt fyrir
1879 199 mill. kr. 158 mill. kr.
1880 227 — — 196 — —
1881 245 — — 183 — —
1882 253 - — 188 — —
1883 289 — — 200 — —
Tolltekjur höfðu aukizt á því árabili frá 19 til 23 millíóna eða
um 1 mill, á ári.
Mannalát. 5. janúar dó Anton Vilhelm Wiehe,
(f. 1827) einn af ágætisleikurum Dana, og þeirra hinn bezti er
Skírnir 1886. 10