Skírnir - 01.01.1885, Síða 144
146
DANMÖRK.
hetjuleika hafa leikið í «könungsleikhúsinu», siðan jiá leið
P. Nielsen og Michael Wiehe (bróðurinn). f>að mun mega
fullyrða, að þeir Nielsen hafi leikið bezt allra manna og ræki-
legast norrænar hetjur. t. d. í leikritum Öehlenschlægers. — 14.
janúar dó Gerhard Peter Brammer (f. 1801), fyrrum biskup
yfir Falstri og Sjálandi, síðar yfir Arósstifti (til 1881). Talinn
skörungur i biskupatölu, og eptir hann yms rit og ritgjörðir
guðfræðislegs efnis, og um kirkjumál og skóla. — 3. febrúar
dó Hans Lassen Martensen, sjálandsbiskup (f. í Flensborg
19. ágúst 1808). Hann mun Iengi verða metinn meðal fyrir-
taks guðfræðinga i Danmörk, og var einn af þeim mönnum
(Mynster, Grundtvig, Sören Kierkegaard og fl.), sem guðfræðing-
arnir segja haíi leitt menn frá þurrafrosti undanfarandi aldar í
trúarmálum, og laðað að þeim hjörtu þeirra og hugmyndalíf.
A þýzkalandi stundaði hann á yngri árum heimspeki þeirra
Schellings og Hegels, og rit hans bera öll þess menjar, enda
mátti svo kalla, að þeir J. L. Heiberg flyttu öðrum fremur
hugmyndafræ Hegels með sjer til plöntunar í Danmörk. Höfuð-
verkefni hans var samjiýðing þekkingar og trúar, og þessvegna
hlaut hann að mæta litlum þokka af hálfu Grundtvigs og Sörens
Kierkegaards. Klerkum á Islandi mun og kunnugt andvígi
Magnúsar sál. Eirikssonar á móti Martensen og hans trúar-
heimspeki. Öll rit hans eru frábær að lipurleik og snjöliu orð-
færi, en um djúphyggnina verður höf. «Skirnis» að láta jrá
dæma, sem bera betur skyn á það gull, sem hent er úr ttám-
um trúfræðinnar og hennar leyndardóma. Höfuðrit Marten-
sens eru: «Kristileg trúfræði (Dogmatik»), sem kom á prent
1849, og nú er útlögð á 4 evrópumá), og «Kristileg siðfræði
(ÍJthík)», prentuð 1871—72. Auk þeirra og annara fleiri, hefir
hann ritað æfisögu sína i 3 pörtum, og þykir hún öllum hin
fróðlegasta bók.— 26. marz dó Lauritz Stephan Borring
prófessor og kennari við hermannaskólann, sem hefir samið
«Fransk-Dansk Ordbog» (1859), þá beztu sem Danir eiga að
svo komnu, og siðar «Dcmsk-Fransk Ordbog» auk margra ann-
ara rita, einkum kennslubóka í frönsku. Hannn varð háaldraður
maður, og komst 6ta árið yfir áttrætt. — 27. marz dó Poul