Skírnir - 01.01.1885, Page 146
148
DANMÖRK.
nafnbót. Hann stóð fyrir námi, bennslu og öllu uppeldi mál-
lausra, heyrnarlausra og blindra barna, og þeirra að auk, sem
vitskert voru eða fábjánar. Hjer til hafði hann svo vistastaði og
uppeldis, skóla, hús til vinnu- og verknaðarkennslsu, og svo
frv., að því var í sjö deildir skipt, sem undir hans forsjá og
umsjón stóð. Börnin eða unglingarnir jafnast hjerumbil 400
að tölu. — Nóttina milli 8. og 9. júlí dó Valdemar Holmer,
prófessor í læknisfræði, og yfirlæknir við eina deild (lemstra,
sára og sulla) borgarspitalans (f. 5 sept. 1833). Hann var
talinn með beztu bandlæknum, og lækna mest metinn fyrir
nærfærni sína og mannúðarfulla nákvæmni við sjúklingana. A
læknafundinum var einn sá af ensku læknunum, sem hafði
kynnzt Holmer, og minntist hann hans saknaðarlega og með
fögrum Iofsummælum. — 21. september dóCarl Etnil Fenger
(f. 9. febr. 1815). Hann var lengi yfirlæknir við Friðriksspítala
og meðfram síðar forstöðumaður dýralækna- og landbúnaðar-
skólans. Auk læknisfræðinnar hafði Fenger stundað yms önnur
vísindi, t. d. mælingafræði, auðfræði og sagnavisindi. Hann
var einn af höfuðskörungum þjóðernis-og frelsisfiokksins i Dan-
mörk, komst snemma á þingið og hafði þar opt framsögu í
fjárhagsumræðum. Fenger kemur og mjög við stjórnarsögu og
löggjafar, meðan þeir menn böfðu tögl og hagldir í pólitik
Dana, eða til 1863. Hann var frá 1859 til 1863 fyrir stjórn
fjárhagsmálanna, og síðar (í ráðaneyti Holsteins gi eifa frá Hol-
steinborg) frá 1870 til 1872. Við pólitik og jnngmennsku sagði
hann skiiið 1876, og tók þá við borgmeistaraembætti, fjármála-
forstöðu bæjarstjórnarinnar, og bjelt jiví til 1882. Fenger var
mesti dugnaðarskörungur og mikill afkastamaður, en þótti þeim
heldur fyígisamur, sern við hann voru að einhverju leyti tengdir,
og nokkuð ráðríkur. — Síðasta dag septembermánaðar dó
Rasmus Nielsen, prófessor 1 heimspeki (frá 1841) við há-
skólann, og konferenzráð að nafnbót, er hann hafði skilað af
sjer embættinu (1883). Hann var af fátækum foreldrum borinn
(«húsmanns»-son) 4. júlí 1809 (á Fjóni), en komst til skóla-
náms á tvítugs aldri fyrir áeggjan og aðstoð sóknarprestsins,
sem hafði tekið eptir, hve vel hinn ungi maður var af Guði