Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 147
DANMÖRR.
149
gerður. Öll próf með ágætiseinkunnum, og svo hið síðasta,
eða guðfræðisprófið. 1840 varð hann prófessor í heimspeki.
í fyrstu var hann gagntekinn af heimspeki Hegels, og fagnaði
mjög hinum nýju tilraunum að þýða saman trú og þekking
eða vísindi. Síðar hvarf hann frá þeirri skoðan, en svo víð-
förull og reikull sem hann gerðist á svæði heimspekinnar, mun
þó svo nær hæft, að hann — og svo má um Bröchner og fleiri
segja — hafi ávallt gengið í taug Hegels, og að hýjalínsþræðir
hans sje af Hegels toga spunnir. Af helstu ritum nefnum vjer:
«Grvndidecrnes Logik (rök og lög höfuðhugsjónanna)», «Naiur og
Aand.y>, «Iieligionsphilosophi», auk fl. R. Nielsen var mesti
mælskusnillingur, lipur og leikinn i meðferð á hverju efni, og í
ritstríði mátti likja honum við liðugan glímumann — en hætti
stundum við að detta á sjálfs síns bragði.
Noregur.
Efniságrip: Eptir ríkissóknardóminn og deilnlok. — Óánægja liægri-
manna. — Gullnamur. — Ný rit. — Mannalát.
Vjer hættum þar í fyrra sögunni af stjórndeilu Norðmanna,
er dómurinn gegn ráðaneytinu var uppkveðinn. Hægri mönn-
um eða stjórnarsinnum þótti ekki allt enn í kring komið, þó
Selmer væri dærndur, og þeir vissu, að hinum öllum yrði á sömu
leið vísað. þeir vissu, að nú skyldi til konungs kasta koma,
og eptir yms ummæli h;tns á undan gátu þeir ekki efast urn, að
hann mundi reisa sterka stiflu gegn straumólgu hins norska
lýðveldis. þeim varð og að trú sinni í fyrstu, hátignin reis önd-
verð móti dóminum, og hið dýra drottins orð tók skýrt og skor-
inort fram svo látandi máttaratriði: «konungurinn getur ekki jall-
ist á, að neinn ríkisdómur skuldbindi hann, þar sem máli skiptir
um breytingar á ríkislögunum.............Hinn uppkveðni dómur
getur ekki breytt neinu í stjórnarskipun ríkisins, utan konungur-